
Nóvemberspá Siggu Kling mætt
Stjörnuspá Siggu Kling fyrir nóvember er lent á Vísi.
Stjörnuspá Siggu Kling fyrir nóvember er lent á Vísi.
Elsku tvíburinn minn, Þú ert búinn að vera þannig hugsandi að þér finnst eins og þú þurfir að fá staðfestingar á því hversu hæfileikaríkur og heillandi þú ert.
Elsku nautið mitt. Það er hægt að segja að þetta sé þinn mánuður. Það er þitt tungl sem blasir við í nóvember. Það eru svo miklar tilfinningar og viss átök sem að fólgin eru í þeirri orku.
Elsku bogmaðurinn minn, það er spenna í kringum þig. Þú átt það til að hugsa, þetta er streita og stress og vesen! En um leið og þú skiptir út þeim orðum og segir þetta er spennandi og ég get þetta þá verður útkoman ólýsanleg.
Elsku vogin mín, það eru búnar að vera töluverðar flækjur í lífsmynstrinu þínu. Einhvers konar kóngulóarvefur festir þig og þú veist ekki alveg í hvora áttina þú átt að fara.
Elsku sporðdrekinn minn, þú ert í svo merkilegri hringiðu. Það líkist helst hvirfilbyl en á mjög jákvæðan máta fyrir þig. Það er eins og þú ráðir ekki hvernig hlutirnir fara, það gerist allt svo hratt.
Elsku krabbinn minn. Það er svo mikilvægt að þú skoðir núna hvort þú sért að halda einhverju til streitu eða að setja allan þinn kraft í eitthvað sem mun ekki hjálpa þér.
Stjörnuspá Siggu Kling fyrir október er lent á Vísi. Sigga Kling birtir stjörnuspá fyrir öll stjörnumerkin fyrsta föstudag hvers mánaðar.
Elsku Vatnsberinn minn, þú skalt skoða þessa Chi orku sem er að safnast í kringum þig og til þín. Í henni er falið svo mikið. Að hlusta á sjóinn, jörðina því hún andar og er að sjálfsögðu hin mesta orka, himininn og hamingjuna sem er svo sannarlega hjá þér, þú ert búin að velta mikið fyrir þér hvað er hamingjan og hvernig næ ég henni.
Elsku Steingeitin mín, þegar að allt virðist vera að ganga á afturfótunum þá er það ekki í raun að gera það. Þú ert hermaður og hugsar sem slíkur, hafðu það í huga hvernig þú verð metur þig.
Elsku Bogmaðurinn minn, þó að þú eigir það til að vera svo búinn á því og þreyttur þá ertu ofsalega fljótur að vinna upp orkuna. Það er að breytast hjá þér áhugasvið. Það getur verið tengt vinnu eða áhugamáli og þú ert að bæta við og jafnvel að missa áhuga á öðru á sama tíma.
Elsku Sporðdrekinn minn, það er að sjálfsögðu öld vatnsberans samkvæmt öllum útreikningum en ég vil líka skila því til þín að það er líka ár sporðdrekans, næstu 12 mánuði sirka.
Elsku Meyjan mín, þú ert í mögnuðum krafti. Sérstaklega gæti verið að síðustu 15 dagar hafi breytt svo mörgu og gefið þér svo margt. Nú er spurning hvernig þú vinnur úr gjöfunum sem eru að koma til þín í hollum.
Elsku Ljónið mitt, ég segi í stjörnuspánni minni þegar ég er að tala við önnur merki, hreyfðu þig úr stað því þú ert ekki tré. Núna eru skilaboðin til þín elsku ljón, þú skalt hugsa eins og þú sért tré, setja ræturnar niður.
Elsku Tvíburinn minn, það er svo merkilegt við þig að þú ert eins og svamp bolti. Jafnvel þó að maður reyni af öllum kröftum að henda þér niður þá hopparu bara hærra eftir því sem fólk reynir að halda þér niðri. Þú ert sérstaklega þrjóskur í þeim aðstæðum sem að ósanngirni birtist þér.
Elsku Nautið mitt, þetta tímabil er svolítið búið að vera eins og það sé logn og sól og allt friðsælt. En svo á næsta augnabliki rignir eld og brennisteini og akkurat þegar þú bjóst ekki við því.
Elsku Hrúturinn minn, það er sko ýmislegt búið að hristast í orkunni þinni. Þann 29. september var nefnilega fullt tungl í þínu merki og ofurtungl. Það þýðir að það breytist ýmislegt hjá ykkur, hrist upp í ykkur og sleppt samskiptamiðlum.
Elsku fiskarnir mínir, eða fiskurinn minn, þið eruð með tákn sem eru tveir fiskar syndandi saman. Það sýnir ykkur líka að þið hafið andstæða póla og annar póllinn er svartur og hinn er hvítur.
Elsku Krabbi, það eru í gangi hjá þér svo mismunandi tilfinningar. Eina klukkustundina er allt í súper lagi en þá næstu finnur þú fyrir depurð. Þetta er eðlilegt því að þú ert tengdur við öfl landsins.
Elsku vogin mín, það er svo satt að það er þinn helsti eiginleiki allar þær hugmyndir sem fljóta í kringum höfuð þitt á einum degi. Það er ekki eins og þú hafir um eitthvað tvennt að velja og getir ekki ákveðið þig, það er nefnilega um margt að velja í huga þínum og þess vegna getur þú ekki ákveðið hvað er mikilvægast.
Stjörnuspá Siggu Kling fyrir september er lent á Vísi. Sigga Kling birtir stjörnuspá fyrir öll stjörnumerkin fyrsta föstudag hvers mánaðar.
Elsku Hrúturinn minn. Þín magnaða pláneta mars, gefur þér allan þann kraft sem þú þarft til að vera duglegur á öllum sviðum. Oft köllum við plánetuna Mars rauðu plánetuna, og það er eldsorkan sem mun fylgja þér út haustið.
Elsku nautið mitt. Stundum þarftu að gæta þín á því og vita að þú þarft ekki að fara á þeim hraða í lífinu sem aðrir ætla þér. Þú hefur þörf fyrir að slaka á og lifa með ró í hjarta. Ef að þú mættir ráða, þá ertu ekki hrifinn af því að flytja þig úr stað.
Elsku tvíburinn minn. Þú ert ekkert að skilja í því að þér finnist allt vera svo innantómt og fúlt. Ef þú skoðar vel aftur í tímann, þá er eins og þú fáir pínulítið taugaáfall þegar sumrinu líkur. Því að þú ert barn sólarinnar og sumarsins. Þig langar mest að öllu að leggjast í hýði eins og skógarbjörninn.