Nóvemberspá Siggu Kling: Þú þarft ekki að flýta þér Sigga Kling skrifar 3. nóvember 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Í öllu þessu yndislega og sérkennilega lífi kemur stundum sá tími að maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Gefðu þér rólegheit og hafðu það hugfast að þú þarft ekki að flýta þér. Þetta er allt að raðast saman á réttum tíma. Það þarf ekki að óttast nokkurn skapaðan hlut. Þó að þú sért þessi sterka manneskja sem þú ert, þá hefur kvíðinn náð að hvísla að þér að þetta eða hitt gæti gerst og að sjálfsögðu drekkur þú úr því áhyggju glasi. Taktu þér endilega líka sopa úr kæruleysisglasinu, því þessi snilldar setning Íslendinga er nákvæmlega það sem öllu ræður á næsta tímabili - „þetta reddast.“ Miður nóvembermánuður er svolítil krossgáta fyrir þig og þarna verðurðu að sýna þína sérstöku leiðtogahæfni til að finna út hver á að gera þetta og hver á að gera hitt. Klippa: Nóvemberspá Siggu Kling - Steingeitin Það er alveg kominn tími til þess að þú vitir að það eru fleiri sem geta gert verkin en þú og þú þarft að treysta þeim til þess. Það er vöxtur í bæði peningalegum og andlegum þáttum hjá þér og þegar þú lítur yfir þetta ár þá sérðu hvað þú ert mögnuð ljósvera. Þú færð töluna þrjá svo sterkt inn í kortið þitt, það er tala sköpunar og frjósemi á öllum sviðum. Lífið verður í fullkomnum takti og jafnvægi við óskir þínar en þú sérð það ekki alveg strax. En, frá tuttugasta og fyrsta nóvember til þriðja desember er þetta skýrt skráð í stjörnurnar. Besta meðalið sem þú þarft fæst ekki með lyfseðli, þú skalt elska meira, hlæja hærra og sleppa tökunum. Þá hverfa allar hindranir sem eru í raun aðeins blekking hugans. Það eru margir sem öfunda þig fyrir að vera þú, því það sést alls ekki á þér hvort að þú sért að ganga í gegn um erfiðleika. Þú ættir að sjá það fyrir þér ef þú værir að fá óskarinn og gengir inn rauða dregilinn, hverjum þú ættir raunverulega að þakka fyrir. Það ert þú sem skapaðir þetta hlutverk sem þú hefur og þú hefur svo sannarlega máttinn til að breyta næsta kafla ef þér sýnist svo. Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira