„Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. febrúar 2025 19:51 Sandra Ósk Pálmadóttir veitingastjóri KFC á Selfossi með hamborgarann sinn, þynnkuborgarann, sem skilaði henni í annað sæti í keppni KFC á heimsvísu nýlega um besta hamborgara veitingakeðjunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn KFC á Selfossi ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því veitingastjóri staðarins lent í öðru sæti í keppni á heimsvísu um besta hamborgarann hjá veitingakeðjunni. Keppandinn segir að um þynnkuborgara sé fyrst og fremst að ræða enda sé hann trylltur í þynnkunni. KFC á Selfossi er einn af vinsælustu veitingastöðunum í bæjarfélaginu. Á staðnum vinna um þrjátíu manns en þar ræður Sandra Ósk Pálmadóttir ríkjum en hún hefur verið verslunarstjóri á staðnum í tuttugu ár. Sandra Ósk tók nýlega þátt í risakeppni á vegum KFC í Sviss þar sem þátttakendur frá ellefu löndum tóku þátt en keppt var um besta hamborgarann. Heimamaður bar sigur úr bítum en Sandra varð í öðru sæti. „Við köllum hann „Hangover“ borgara af því að ég og ein vinkona mín, sem vann með mér hér í mörg ár uppgvötuðum hann því í hvert skipti sem þynkan tók völdin þá gerðum við okkur svona borgara yfirleitt með kokteilsósu reyndar og frönskum eða kartöfluskífu. Þannig að við eiginlega ákváðum að þetta yrði að vera þessi „Hangover“ borgari,“ segir Sandra Ósk. Þannig að þetta er svona þynnkuborgari eða hvað? „Já, hann er trylltur í þynnkunni, mjög góður,“ segir Sandra Ósk hlæjandi. Sandra Ósk segir að íslenska hráefnið skipti öllu máli á borgaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sandra Ósk segir að íslenska hráefnið skipti öllu máli á borgaranum og að hann sé seldur á öllum KFC stöðum á Íslandi og í Svíþjóð. En þú ætlar ekki að gefast upp, þú ætlar að taka þátt aftur í svona keppni eða hvað? „Já, ég tek aftur þátt og ég ætla að vinna keppnina þá því að það er 20 ára starfsafmæli núna í apríl hjá mér, þannig að mig langar aftur út og taka fyrsta sætið þá,“ segir Sandra. Hamborgarinn er m.a. seldur á öllum KFC stöðum á Íslandi og í Svíþjóð og hefur algjörlega slegið í gegn á stöðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Veitingastaðir Hamborgarar Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
KFC á Selfossi er einn af vinsælustu veitingastöðunum í bæjarfélaginu. Á staðnum vinna um þrjátíu manns en þar ræður Sandra Ósk Pálmadóttir ríkjum en hún hefur verið verslunarstjóri á staðnum í tuttugu ár. Sandra Ósk tók nýlega þátt í risakeppni á vegum KFC í Sviss þar sem þátttakendur frá ellefu löndum tóku þátt en keppt var um besta hamborgarann. Heimamaður bar sigur úr bítum en Sandra varð í öðru sæti. „Við köllum hann „Hangover“ borgara af því að ég og ein vinkona mín, sem vann með mér hér í mörg ár uppgvötuðum hann því í hvert skipti sem þynkan tók völdin þá gerðum við okkur svona borgara yfirleitt með kokteilsósu reyndar og frönskum eða kartöfluskífu. Þannig að við eiginlega ákváðum að þetta yrði að vera þessi „Hangover“ borgari,“ segir Sandra Ósk. Þannig að þetta er svona þynnkuborgari eða hvað? „Já, hann er trylltur í þynnkunni, mjög góður,“ segir Sandra Ósk hlæjandi. Sandra Ósk segir að íslenska hráefnið skipti öllu máli á borgaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sandra Ósk segir að íslenska hráefnið skipti öllu máli á borgaranum og að hann sé seldur á öllum KFC stöðum á Íslandi og í Svíþjóð. En þú ætlar ekki að gefast upp, þú ætlar að taka þátt aftur í svona keppni eða hvað? „Já, ég tek aftur þátt og ég ætla að vinna keppnina þá því að það er 20 ára starfsafmæli núna í apríl hjá mér, þannig að mig langar aftur út og taka fyrsta sætið þá,“ segir Sandra. Hamborgarinn er m.a. seldur á öllum KFC stöðum á Íslandi og í Svíþjóð og hefur algjörlega slegið í gegn á stöðunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Veitingastaðir Hamborgarar Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist