VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. febrúar 2025 22:15 VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, ásamt textahöfundinum Inga Þór Garðarssyni. Vísir/Hulda Margrét VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira