VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. febrúar 2025 22:15 VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, ásamt textahöfundinum Inga Þór Garðarssyni. Vísir/Hulda Margrét VÆB eru sigurvegarar Söngvakeppninnar og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025. Þeir hlutu flest atkvæði hjá bæði íslensku þjóðinni og alþjóðlegri dómnefnd. Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan. Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Sjá meira
Í kvöld réðist hvert framlag Íslands yrði í Eurovision sem fer fram í Basel í Sviss í maí. Sex lög komust áfram úr undanúrslitum síðustu tvö laugardagskvöld og kepptu til úrslita: „Like You“ – Ágúst „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason „Fire“ – Júlí og Dísa „RÓA“ – VÆB „Words“ – Tinna „Set Me Free“ – Stebbi Jak Í ár var sænska leiðin tekin upp þar sem símakosning vóg helming á móti atkvæðum alþjóðlegrar dómnefndar. Alþjóðlega dómnefndin var skipuð átta dómurum frá jafnmörgum löndum, Hollandi, Danmörku, Tyrklandi, Úkraínu, Englandi, Írlandi og Króatíu, sem gáfu hver átta, tíu og tólf stig. VÆB hlaut flest stig, 74, en þar á eftir komu Júlí og Dísa með 63 stig og Stebbi Jak með 57 stig. Stigataflan raðaðist upp svona: „RÓA“ – VÆB: 74 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 63 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 57 stig „Words“ – Tinna: 53 stig „Like You“ – Ágúst: 45 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 44 stig Íslenska þjóðin kaus síðan sinn fulltrúa og var nokkuð í takt við dómnefndina. Stigin röðuðust svo: „RÓA“ – VÆB: 93 stig „Set Me Free“ – Stebbi Jak: 85 stig „Fire“ – Júlí og Dísa: 74 stig „Aðeins lengur“ – Bjarni Arason: 39 stig „Like You“ – Ágúst: 23 stig „Words“ – Tinna: 22 stig Stig almennings voru svo lögð saman við stig dómnefndar og stóðu VÆB þar uppi sem sigurvegarar með 167 stig, Stebbi Jak var í öðru með 142 stig og Júí og Dísa með 137 stig. VÆB-sveitin trylltist auðvitað af gleði þegar fréttirnar bárust.Vísir/Hulda Margrét Gleði gleði gleði.Vísir/Hulda Margrét Hera Björk veitti drengjunum í VÆB verðlaun fyrir sigur í Söngvakeppninni árið 2025.Vísir/Hulda Margrét Úrvalslið tónlistarfólks Herra Hnetusmjör opnaði kvöldið með vinsælasta laginu á Íslandi í dag og Hera Björk, sigurvegari Söngvakeppninnar 2024, söng á sviðinu áður en hún afhenti verðlaunagripinn til sigurvegara kvöldsins. Finnski Eurovision söngvarinn, Käärijä, sem lenti í öðru sæti í Eurovision 2023 með laginu „Cha Cha Cha“ kom fram ásamt sænsku sveitinni Hooja. Kynnar kvöldsins, Guðrún Dís Emilsdóttir, Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson, brugðu á leik og buðu áhorfendum upp á hinar ýmsu óvæntu uppákomur. Gunna Dís og Hraðfréttabræður voru kynnar kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Þeir sem vilja rifja upp atriðin sex sem börðust um farseðilinn í Eurovision í Basel í maí geta séð þau hér að neðan.
Eurovision Tónlist Ríkisútvarpið Eurovision 2025 Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Lokaspölurinn: „Orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin“ Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Sjá meira