
Borgarstjórn

Auka fjárheimildir til barnaverndar vegna kórónuveirufaraldursins
Ákvörðunin er liður í aðgerðum borgarinnar vegna kórónuveirufaraldursins að sögn formanns borgarráðs.

Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög.

Vigdísi blöskrar hispurslausar skreytingar á strætisvögnum
Vigdís Hauksdóttir spyr hvort þeir hjá Strætó séu að missa vitið.

Borgarstjóri og ráðherra mæta á fund velferðarnefndar í fyrramálið ef þingstörf setja ekki strik í reikninginn
Borgarstjóri og félagsmálaráðherra eru meðal þeirra sem kallaðir verða á fund velferðarnefndar vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Samhljómur er meðal nefndarmanna um að taka málið til skoðunar og meta hvort tilefni sé til lagabreytingar.

Brunagildrur vegna óhefts brasks í Reykjavík
Grímur Atlason framkvæmdastjóri telur okkur öll og yfirvöld ábyrg fyrir brunanum við Bræðraborgarstíg.

Spurt um ábyrgð yfirvalda á eldgildrunni við Bræðraborgarstíg
Páll Baldvin Baldvinsson segir eldsvoðann kalla á opinbera rannsókn.

Hildur segir Þórdísi Lóu úti á túni í sínum málflutningi
Þórdís Lóa og Hildur Björnsdóttir takast hart á í málefnum borgarinnar.

Hildur bullar í Vikulokunum
Ég hef verið að planta trjám og sinna skyldum mínum sem skógarbóndi í Reykjadal. Í sveitinni er kona ekki að fylgjast með öllum umræðuþáttum í beinni.

Vill að lestarsamgöngur á Íslandi verði skoðaðar
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, vill að lestarsamgöngur á Íslandi verði skoðaðar.

Jöfn og frjáls!
Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf.

Lagði blómsveig að leiði Bríetar
Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur á kvenréttindadegi íslenskra kvenna í Hólavallakirkjugarði klukkan 11 í morgun.

Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni
Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi.

Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar
Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu.

Erfiðleikar í bílastæðahúsi borgarinnar
Í borgarstjórn á þriðjudaginn 16. júní er á dagskrá umræða um bílastæðahús Reykjavíkurborgar að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins.

Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík
Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun.

Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega
Einhverfum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla, synja einhverfum börnum um það úrræði er talið af sérfræðiteymum þessara barna muni henta þeim best.

Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum.

Elítuvæðing Reykjavíkurborgar
Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna.

Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði
Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði.

Segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg
Reykjavíkurborg hefur sætt gagnrýni vegna nýs skipulags við Skerjafjörð, meðal annars vegna áforma sem myndu fela í sér að rífa þyrfti viðhaldsskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vinnubrögð meirihlutans forkastanleg.

Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis
Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust.

Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs.

Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands
Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag.

Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi
Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins.

Græna planið, neyðarplanið eða hallærisplanið?
Vá - þvílík froða og samansafn af orðskrúði pakkað inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu.

Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum
Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.

Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar.

Græn svæði fegruð og tengd með grænu neti í Græna planinu
Reykjavíkurborg hyggst taka forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og mun tryggja að aðgerðirnar verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar.