Álftamýri / Bólstaðarhlíð Birkir Ingibjartsson skrifar 8. febrúar 2022 07:30 Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Reykjavík Skipulag Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa. Skilaboðin eru skýr - á milli þessarra hverfa á ekki að vera neinn samgangur. Kringlumýrarbraut hefur forgang og á að tryggja flæði, helst nógu hratt og óhindrað. Þessi skilaboð skila sér vel til vegfarenda. Þarna er mikil umferð og bílar keyra mjög hratt. Fáir íbúar gera sér erindi milli hverfanna enda gatnamótin sem varða þennan kafla, við Miklubraut og Háaleitisbraut, ógnvænleg fyrir óvarða vegfarendur. Að fara þarna yfir með börn er virkilega óþægilegt og ég skil það vel að fólk veigri fyrir sér að hleypa börnunum sínum af sjálfsdáðum milli hverfanna. Sem íbúi í Safamýri verð ég hinsvegar oft forvitinn um að kíkja yfir í Hlíðarnar og skoða þau mörgu skemmtilegu svæði sem þar er að finna. Ekki síst eru þar Klambratún og Kjarvalsstaðir spennandi áfangastaðir. Svo er margfalt skemmtilegra að ganga um Hlíðarnar ef ég er á leið niður í miðbæ en að labba meðfram Miklubraut eða efri hluta Laugavegar. Hér í Safamýrinni er svo til að mynda öflugt íþróttasvæði sem ég gæti vel trúað að krakkarnir í Hlíðunum hefðu áhuga á að nýta sér. Að bæta göngu- og hjólatengingar á milli þessara nálægu en aðskildu hverfa ætti því að vera mikið keppikefli fyrir okkur íbúa á svæðinu. Margar ólíkar útfærslur gætu komið til greina, ýmist í plani eða mislægar. Sjálfur tel ég liggja beinast við að setja gönguljós í anda þeirra á Miklubrautinni við Stakkahlíð. Ekki einungis væri það einfaldasta lausnin fyrir gangandi og hjólandi heldur myndi það einnig tempra og hægja á umferð á þessum kafla. Næstu gatnamót á undan og eftir gætu þannig einnig orðið öruggari fyrir alla ef hægt yrði á bílaumferðinni. Borgarlínan gæti svo stoppað við hlið gönguljósanna þegar hún verður lögð niður Kringlumýrarbrautina. Að jafna leikinn milli ólíkra ferðamáta er lykilatriði í að bjóða fólki upp á raunverulegt frelsi í vali á ferðamáta við ólík tilefni. Það er um leið jafnaðarmál að tryggja öllum jafnt aðgengi að gæðum borgarinnar óháð aldri eða hreyfifærni. Umræddur vegkafli er sá lengsti á svæðinu þar sem íbúar eru hindraðir að þvera götuna milli hverfa. Það er óboðlegt í miðju borgarinnar að einum ferðamáta sé úthlutað óhindruðu flæði á kostnað annarra. Sérstaklega ekki á meðan aðrir ferðamátar þurfa taka á sig stórar lykkjur eða búa ekki einu sinnu við fullnægjandi öryggi. Við þurfum að setja aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda í forgang. Aukum frelsi allra til að ferðast um borgina okkar og styrkjum tengslin milli aðskildra hverfishluta. Höfundur er arkitekt og tekur þátt í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram 12-13. febrúar þar sem hann sækist eftir 5. sæti á lista. Heimasíða framboðsins er MEIRIB.ORG
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar