Skoðun

Frítt í stætó tífaldar notkun 61% vilja ekki borgarlínu

Baldur Borgþórsson skrifar

Það dró heldur betur til tíðinda í líðandi viku.

Í kjölfar greinar minnar Segi það aftur: Frítt í strætó - Vísir (visir.is) sem birt var mánudaginn 31.janúar var efni greinarinnar tekið til umfjöllunar miðvikudaginn 02.febrúar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Undirritaður mætti í viðtal - fór nokkuð ítarlega yfir málið, kosti þess að hafa frítt í strætó og sleppa Borgarlínu.

Í kjölfarið gerðu Vísir og Bylgjan könnun um hversu margir myndu nýta sér strætó ef hann yrði gerður gjaldfrjáls.

Niðurstaðan var afar skýr:

Ríflega 40%

Tífalft fleiri en nota þennan góða ferðamáta í dag.

Þetta eru sannarlega góð tíðindi og sýna hverju rétt nálgun getur skilað.

Miðvikudaginn 03.febrúar heldur Reykjavík síðdegis umfjöllun sinni áfram og í þetta sinn með viðtali við talsmann Borgarlínu.

Í kjölfarið gerðu Vísir og Bylgjan aðra könnun og nú var spurningin:

Ertu fylgjandi eða andvígur Borgarlínu.

Niðurstaðan var enn á ný afar skýr:

61% voru andvígir

22% fylgjandi

Niðurstöður umræddra kannana eru hrópandi skýrar:

Borgarbúar vilja gjaldfrjálsan Strætó.

Borgarbúar vilja EKKI Borgarlínu.

Höfundur er varaborgarfulltrúi.




Skoðun

Skoðun

Ert þú drusla?

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sjá meira


×