Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 18:29 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Sjá meira
Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01