Svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur fullum hálsi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2022 18:29 Borgarstórn Reykjavíkur fundar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segist hafa hlegið upphátt við lesturs nýlegs leiðara Kolbrúnar Bergþórsdóttur blaðamanns. Í pistlinum segir Kolbrún forystumenn meirihluta borgarstjórnar daufa og litlausa í skugga borgarstjóra. Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Leiðari Kolbrúnar birtist í Fréttablaðinu í gær en þar gagnrýnir hún þá flokka sem mynda meirihluta borgarstjórnar, utan Samfylkingarinnar, harðlega. Hún segir Viðreisn, Vinstri græna og Pírata karakterlausa og máttlausa og telur að frambjóðendur flokkanna verði í vandræðum í komandi kosningabaráttu. „Borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Samstarfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni,“ segir Kolbrún meðal annars í leiðaranum. „Frambjóðendur flokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið,“ heldur Kolbrún áfram. „Er ég litlaust tilbrigði í skugga dags?“ Þessu er Þórdís Lóa alls ekki sammála en hún sendi inn grein á Vísi fyrr í dag sem bar yfirskriftina „Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags?“ Í greininni gagnrýnir hún leiðara Kolbrúnar harðlega. Hún bendir á að meirihlutinn í borginni sé skýrt dæmi um gott samstarf ólíkra flokka en það þýði þó ekki að flokkarnir séu sammála um allt. „Ég hef gaman að svona pistlum og ég hló upphátt nokkrum sinnum því litlaus og dauf eru ekki lýsingarorð sem ég myndi nota yfir sjálfa mig, sem fékk þau burtfararorð úr Seljaskóla hér forðum að ég væri kraftmikil stelpa en kjaftfor og erfið,“ segir Þórdís Lóa og bætir við að sama megi segja um Líf Magneudóttur og Dóru Björt borgarfulltrúa. Fána forystumanna sé langt frá því að vera litlaus. „Það er vissulega verkefni framundan að draga fram sérstöðu hvers og eins flokks en það verður ekki erfitt og er í raun alveg skýrt í dag ef fólk opnar augun fyrir því. Opna augun og hlusta er kannski lykilþáttur í þessu öllu,“ segir Þórdís Lóa í greininni.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Er ég litlaust tilbrigði í skugga Dags? Hin stórgóði pistlahöfundur, Kolbrún Bergþórsdóttir skrifaði áhugaverðan leiðara í Fréttablaðið í gær. Þar spurði hún hvort væri ekki bara best að kjósa Dag í borgarstjórnarkosningum í vor þar sem hinir flokkarnir sem mynda þar meirihluta séu hvort eð er litlausir og daufir í skugga hins skínandi borgarstjóra. 29. janúar 2022 08:01