Stórt verkefni – skammur tími Þorkell Heiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 12:31 Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Umhverfismál Þorkell Heiðarsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi. Samkvæmt lögunum verður skylt að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, og pappír og pappa. Einnig verður skylt að safna textíl, málmum og gleri í nærumhverfi íbúa, við heimili eða í grenndarstöðvum. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2023. Framundan eru því tímamót í umhverfismálum borgarinnar sem kalla að sjálfsögðu á breytingar á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægust verður samt aðkoma grasrótarinnar, íbúanna – okkar sjálfra. Fjögurra flokka kerfi Fjögurra flokka kerfið er kannski á útleið í íslenskri pólitík, en sannarlega á innleið í þessum málaflokki. Ný fjögurra flokka skipting verður tekin upp við öll heimili: tvær tvískiptar tunnur fyrir lífrænan eldhúsúrgang, blandað sorp auk pappírs og plasts sem við þekkjum nú þegar.Þetta er stórt verkefni sem snýr annars vegar flokkun og söfnun heimilisúrgangs og hins vegar að sanngjarnri innheimtu endurgjalds af einstaklingum og lögaðilum fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun úrgangs. Í nýjum tillögum starfshóps um samræmt úrgangsflokkunarkerfi er lagt er til að komið verði uppi neti stærri og smærri grenndarstöðva á höfuðborgarsvæðinu í öruggri göngufjarlægð og í alfaraleið þar sem tekið verður við gleri, skilagjaldsskyldum umbúðum, málmi og textíl.Borgin þarf því að endurhanna alla hirðu úrgangs, staðsetningu og merkingu íláta og innheimtu gjalda af einstaklingum og lögaðilum fyrir meðhöndlunina. Sá borgar sem mengar Frá og með 1. janúar 2023 verður innleidd svokölluð greiðsluregla sem er ein af meginreglum umhverfisréttarins. Þetta þýðir einfaldlega að sá borgar sem mengar. Það er því verkefni borgarinnar að innheimta gjald sem tekur mið af magni úrgangs, gerð, losunartíðni, frágangi úrgangs og öðrum þáttum sem hafa áhrif á kostnað við meðhöndlun hans. Þeir sem minnka úrganginn sinn, flokka betur borga einfaldlega minna. Það hefur sýnt sig að þetta er eitt áhrifamesta kerfi í evrópskum borgum til að minnka úrgang og mengun og innleiða hringrásarhagkerfið. Skammur tími til stefnu Reykjavík þarf að endurskoða alla svæðisáætlun um úrgangsmeðhöndlun, samþykkt um meðhöndlun úrgangs sem og gjaldskrá. Nú þarf að greina í þaula allan þann kostnað sem tengist úrgangsmálum borgarinnar. Nýtt kerfi muni stórauka flokkun og endurvinnslu og mikilvægt er að fá alla með á vagninn.Það er skammur tími til stefnu, einungis 10 mánuðir, og mikið verk að vinna! Borgin þarf að bregðast við strax og vinna hratt á næstunni – verkefnið er klárt. Þetta er hið raunverulega stóra verkefni borgarinnar á þessu ári. Hringrásarhagkerfi kallar á breiða sátt og samvinnu almennings, atvinnulífs og stjórnvalda. Það er okkar allra hagur að þetta verkefni takist vel enda hagur umhverfis og náttúru sem við erum jú hluti af.Rusl er ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að koma aftur inn í hringrásarhagkerfið. Þess vegna þurfum við að öll flokka og endurvinna. Hringrásarhagkerfið er ekki bara eitt mikilvægasta aflið gegn loftlagsbreytingum heldur líka hagkvæmara kerfi fyrir alla. Það er nefnilega aldrei skynsamlegt að henda verðmætum. Höfundur er náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun