Fækkum bílum Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 3. febrúar 2022 13:31 Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skipulag Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Bílar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Mig langar að biðja lesendur á höfuðborgarsvæðinu að líta út um gluggann. Það eru yfirgnæfandi líkur á að meirihluti þess svæðis sem þú horfir á fari undir einn samgöngumáta - bílinn. Það heyrist af og til í umræðunni að Íslendingar hafi valið bílinn. Að einhverju leyti er það rétt, stjórnmálamenn völdu hann með því að úthluta landi á þann hátt að einstaklingar höfðu voðalega lítið val. Ef þú ferð á hlaðborð þar sem það eina sem er í boði eru rófur muntu líklega enda á að borða rófur. Til að raunverulegt val sé til staðar í samgöngum þarf að skipta plássi og fjármunum jafnar á milli bíla, reiðhjóla, gangandi og almenningssamgangna. Eina leiðin til að gera það er að fækka bílum í umferð. Þrátt fyrir ýmis metnaðarfull verkefni innan borgarinnar fer einkabílum á götum Reykjavíkur enn fjölgandi. Það leiðir eðlilega til þyngri umferðar. Margir vilja bregðast við þessu með því að fjölga akgreinum, en það er skammgóður vermir. Meira pláss fyrir bíla leiðir til fleiri bíla, enda er tilgangurinn með því að fjölga akgreinum sá að akgreinarnar verði nýttar. Í öllum þeim greiningum sem fjalla um breikkun vega er tekið fram að um umferðaraukandi aðgerð sé að ræða til lengri tíma. Með því að breikka vegi og fjölga akgreinum er þannig verið að tryggja að það þurfi að gera slíkt hið sama aftur eftir nokkur ár. Hin leiðin sem stendur til boða er að fækka bílum í umferðinni. Það er sú leið sem við verðum að fara. Færri bílar í umferðinni gagnast öllum, ekki síst þeim sem vilja eða þurfa að nota bíla í sínu daglega lífi, er nauðsynleg aðgerð til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og ýtir undir meira og skemmtilegra mannlíf í borginni okkar. Borgarlínan spilar risastóran þátt í þessari vegferð en meira þarf til. Við sjáum borgir um allan heim hverfa frá bílamódelinu. Amsterdam og Kaupmannahöfn voru bílaborgir fyrir 60 árum. Það var pólitísk ákvörðun að verða bílaborg og pólitísk ákvörðun að hætta því. London og París hafa verið í öflugum aðgerðum við að leggja áherslu á aðra samgöngumáta en bílinn. Það er yfirgnæfandi ánægja meðal íbúa um þessar aðgerðir. Ekkert bendir til þess að annað muni eiga við í Reykjavík. Þrátt fyrir jákvæð skref er Reykjavíkurborg enn bílaborg og bílum fer fjölgandi. Við þurfum að þora að taka afgerandi skref til að fækka bílum. Við þurfum að byggja fleiri íbúðir án bílastæða eða bílakjallara, auka nærþjónustu í öllum hverfum, búa til mannvæn græn svæði og torg, gera fleiri og stærri svæði bíllaus, passa að öll hönnun í borgarrými taki mið af fleiri ferðamátum en bara bílnum, fækka bílastæðum í borgarlandi og leggja gjaldskyldu á þau sem þó eru til staðar. Mín framtíðarsýn er að hver einasti Reykvíkingur hafi raunverulegt val um hvernig hann ferðist, geti sótt sér nærþjónustu í sínu hverfi og njóti þess að ferðast um borgina, sama með hvaða hætti það er gert. En til þess þarf að byrja á að fækka bílum. Höfundur er lögfræðingur, forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og frambjóðandi í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík þar sem hann sækist eftir 5.-6. sæti.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun