Virknihús - öll átaksverkefni Reykjavíkurborgar á einum stað Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 13:01 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun