Virknihús - öll átaksverkefni Reykjavíkurborgar á einum stað Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 13:01 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í lok árs 2020 að stofna sérstakt Virknihús í borginni sem nú er komið í fullan gang. Tillagan kom frá starfshópi um endurskoðun átaksverkefna Velferðarsviðs sem ég tók þátt í að móta. Í Virknihúsi getur fólk nálgast margþættar leiðir í endurhæfingu fyrir þátttöku á vinnumarkaði eða í átt til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu. Markmiðið með starfseminni er ávallt umað bæta lífsgæði fólks og auka tækifæri þess í lífinu með áherslu á sjálfsstyrkingu, nám og bata. Enda er gríðarlega mikilvægt að skapa tækifæri fólk til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum á nýjan leik í kjölfar áfalla og veikinda. Í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði Velferðarviðs borgarinnar á einum stað, þ.e Grettistak, Kvennasmiðju, IPS-ráðgjöf, Tinnu og Bataskólann. Virknihúsinu hefur einnig verið falið að hafa yfirsýn yfir slík úrræði á vegum félagasamtaka. Með því að sameina úrræðin á einn stað má minnka flækjustig, einfalda utanumhald og skapa fjölbreyttari tækifæri fyrir þau sem eru að stíga skrefin aftur út í samfélagið. Með því að bjóða upp á margvísleg úrræði má betur mæta þörfum hvers og eins. Grettistak er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með langvarandi félagslegan vanda vegna vímuefnaneyslu. Markmiðið er að styðja fólk til þátttöku í námi, vinnu eða annarri virkni. Kvennasmiðjan er fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24-45 ára sem eiga við langvarandi félagslegan vanda að stríða. IPS (Individual Placement and Support) verkefnið hófst árið 2019 og miðar að því að veita einstaklingsbundna aðstoð við að finna störf út frá áhugasviði og getu hvers og eins. Alls hafa 118 einstaklingar fengið þjónustu í verkefninu. Tinnu-verkefnið er unnið í samstarfi við Félagsmálaráðuneytið og miðar sérstaklega að einstæðum foreldrum á aldrinum 18-30 ára sem eru utan vinnumarkaðar og glíma við langvarandi félagslegan vanda. Verkefnið felur í sér víðtækt þverfaglegt samstarf ólíkara aðila innan velferðar- og menntakerfisins og vinnumiðlunar á vegum Vinnumálastofnunar. Bataskólinn er fyrir 18 ára og eldri sem eru með geðrænar áskoranir þar er upp á ýmis námskeið út frá batamiðaðri nálgun. Markmið endurhæfingar er ávallt að bæta lífsgæði fólks og styðja til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Mikilvægt er að styðja notendur fjárhagsaðstoðar og þá sem eru að fóta sig í samfélaginu á nýjan leik eftir hvers kyns áföll, fíknisjúkdóma eða geðrænar áskoranir. Með öflugu Virknihúsi getur Reykjavíkurborg mætt þörfum fjölbreytts hóps með einstaklingsbundnari hætti. Öll eiga rétt á tækifæri til þátttöku í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar