Efnahagsmál

Fréttamynd

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­koma kjara­samninga „lang­stærsti“ ó­vissu­þátturinn fyrir vaxta­lækkunar­ferlið

Þrátt fyrir hátt aðhaldsstig peningastefnunnar þá þarf „allt að falla með okkur“ til þess að hægt verði að hefja vaxtalækkunarferlið í maí, meðal annars að niðurstaða kjarasamninga fái grænt ljós frá Seðlabankanum, að mati skuldabréfamiðlara. Hagfræðingar Arion banka segja hækkun matvöruverðs mestu vonbrigðin í nýjustu verðbólgumælingum en benda á að undirliggjandi verðbólga virðist enn vera að hjaðna.

Innherji
Fréttamynd

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­trek­að bent á að gull­húð­un ESB regln­a drag­a úr sam­keppn­is­hæfn­i

Samtök iðnaðarins (SI) fagna skipan starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun og telja tímabært að horft verði til samkeppnishæfni Íslands við hvers kyns lagasetningu, hvort sem um ræðir innleiðingu á regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES, eða séríslensk lög. Samtökin nefna átta dæmi um gullhúðun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og vekja athygli á að upptalningin sé ekki tæmandi.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólga hjaðnar lítil­lega

Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Drög að sátt lögð fyrir ríkis­stjórn á næstu dögum

Fulltrúar Starfsgreinasambandsins, Samiðnar og Eflingar hafa fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Reiknað er með að heildarpakki kjarasamninga verði lagður fyrir ríkisstjórn um eða upp úr miðri viku og ríkisstjórnin kynni þá þær aðgerðir sem hún er reiðubúin að grípa til í skiptum fyrir sátt á vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni

Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grein vegna skrifa um flótta­fólk og hælis­leit­endur.

Mér langar aðeins til að benda á umræða sumra sem snýst um að fá sem flesta hælisleitendur og eða flóttafólks til Íslands og veita þeim vissa vernd. Þá er staðan þannig að við Íslendingar sem höfum alltaf greitt okkar skatta og skyldur til samfélagsins verðum undir í allri umræðu t.d. vegna húsnæðisskorts.

Skoðun
Fréttamynd

Nýfrjálshyggjunni er ekki illa við ein­okun

Mont Pelerin-klúbburinn, sem átti eftir að verða eins konar akademía nýfrjálshyggjufólks (neoliberals), tók á stofnfundi sínum 1947 eindregna afstöðu gegn einokun og með samkeppni á frjálsum markaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Við fylgjumst bara með stöðunni í kringum okkur“

Samninganefndir breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Formaðurinn fylgist vel með en gefur ekki upp hvort VR sláist í för með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Rapyd í ólgu­sjó: Herjað á mörg hundruð fyrir­tæki að slíta við­skiptum við Rapyd

Tugir viðskiptavina hafa hætt viðskiptum við greiðsluhirðinn Rapyd Europe á síðustu vikum. Forstjórinn segir sniðgönguna bitna á starfsfólki fyrirtækisins en aðgerðasinnar segja efnahagssniðgöngu eina vopn almennra borgara. Ríkiskaup endurnýjuðu samning sinn við Rapyd Europe á mánudag en eru að undirbúa nýtt útboð á færsluhirðingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­fallið kalli á heildar­endur­skoðun

Þingmaður Pírata lýsir yfir áhyggjum af því að stjórnvöld hyggist fjármagna uppkaup á húsnæði Grindvíkinga með lántöku en ekki sértækri skattheimtu. Þá veltir hún því upp hvort verið sé að stefna getu þjóðarinnar til að bregðast við náttúruhamförum í hættu með því að ganga á sjóði náttúruhamfaratrygginga. Fjármálaráðherra segir þörf á heildarendurskoðun málaflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa

Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vildi einn lækka stýri­vexti

Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keypti 600 Bónus­poka og gerði úr þeim lista­verk um fá­tækt

Sæmundur Þór Helgason opnaði nýverið Af hverju er Ísland svona fátækt? í Nýlistasafninu. Hann segir að sýningunni sé „sú fegraða ímynd sem Ísland kynnir gjarnan út á við dregin í efa með því að varpa ljósi á ólíkar upplifanir mismunandi fólks í landinu.“

Lífið
Fréttamynd

Vonar að frum­varp um húsakaup fljúgi í gegn

Frumvarp um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og vonar fjármálaráðherra að það geti orðið að lögum fyrir lok næstu viku. Heimild er til undanþágu frá skilyrði um lögheimili eigenda húsnæðis í bænum en almennt er miðað við uppkaup húsnæðis fólks með lögheimili í Grindavík hinn 10. nóvember.

Innlent