Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. nóvember 2024 07:01 Nú er kosningabarátta. Það sést best á allskyns greinum og mis skondnum myndböndum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hræða kjósendur til að kjósa sig. Um kunnuglega taktík er að ræða. Tveimur dögum fyrir síðustu kosningar skrifaði formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, til dæmis tvær greinar í fjölmiðla. Önnur birtist í Fréttablaðinu sáluga með fyrirsögninni„Tveir kostir“. Hin birtist í Morgunblaðinu og kallaðist „Stöðugleiki eða óvissuferð“. Báðar áttu það sameiginlegt að þar reyndi Bjarni að telja kjósendum trú um að einungis Sjálfstæðisflokkurinn gæti fært þjóðinni stöðugleika. Framfarir. Festu. Í fyrri greininni skrifaði Bjarni að „tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. [...] Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín, skattarnir hafa lækkað og verðbólgan verið hófleg. [...] Þetta getur allt breyst hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði.“ Í síðari greininni skrifaði Bjarni að „íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Skattarnir hafa lækkað, verðbólgan er lág. [...] Fólk fær meira fyrir launin sín. Þetta mun breytast ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Við borgum fyrir loforðalistana með hærra vöruverði. Tugþúsundir Íslendinga eru nú með lægri afborganir af lánum eftir endurfjármögnun vegna þess að vextir eru lágir. Útgjaldalistinn mun hækka vextina og verðbólguna aftur. Afborganirnar hækka með.“ Óvissuferð Bjarna og félaga Tíu mánuðum eftir að Bjarni skrifaði greinarnar var verðbólga komin upp í nánast tíu prósent. Ríkisstjórnin hans hafði sett verðbólguna af stað og matarkarfan hefur hækkað gríðarlega. Til að stemma stigu við þeirri þróun réðst Seðlabanki Íslands í skarpa vaxtahækkun sem skilaði því að stýrivextir fóru úr því að vera 1,25 prósent þegar kosið var seint í september 2021 í að vera 9,25 prósent innan við tveimur árum síðar. Þeir vel rúmlega sjöfölduðust. Afleiðingin var sú að afborganir tugþúsunda Íslendinga af húsnæðislánum þeirra hefur hækkað mjög, mjög, mjög mikið. Það sem heimilin borga í vexti á ári var 40 milljörðum krónum meira í fyrra en tveimur árum áður. Þetta þurfa heimilin að takast á við á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra, það sem situr eftir í veskinu eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd, hafi dregist saman það sem af er ári og að tugir þúsunda heimila eigi nú þegar erfitt með að ná endum saman um mánaðamót. Samt var Bjarni bara að auka útgjöld og reka ríkissjóð í halla, nánar tiltekið í 620 milljarða króna halla frá byrjun árs 2020 og út næsta ár. Samhliða því jukust skuldir ríkissjóðs umtalsvert og það mikið að hann greiðir nú 114 milljarða króna í vexti á ári. Samkvæmt áætlun á ríkið að afla minni tekna en það eyðir í alls níu ár í röð. Þetta var gert til að fjármagna skattalækkanir á breiðu bökin, til þess að hlífa stórfyrirtækjum við að borga sanngjarnt auðlindagjald samhliða því að velferðarkerfin voru fjársvelt. Samanlögð áhrif skattalækkana og -hækkana frá árinu 2018 og út árið 2022 skilaði ríkissjóði rúmlega 54 milljarða króna tekjutapisamkvæmt útreikningum BSRB. Þetta er tekjutap án áhrifa skattalækkana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, sem voru líka verulegar. Ofan á þetta hafa bæst stórtækar tilfærslur á tugum milljarða króna af fé úr ríkissjóði í húsnæðisstuðning sem eykur eftirspurn og gagnast aðallega efstu tekjuhópum landsins, þeim sem þurfa minnst á honum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn féll á prófinu Sami Bjarni skrifaði fyrir rúmu ári á samfélagsmiðil að hinn „endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál á Íslandi eru kjör fólksins í landinu.“ Þegar ofangreint er skoðað má ljóst vera að hinn endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál Sjálfstæðisflokksins er falleinkunn. Vaxtakostnaður hefur lagst sem ofurskattur á þá sem skulda, og sérstaklega á barnafjölskyldur. Verðbólgan hefur verið þrálát. Skattalækkanirnar ófjármagnaðar. Skuldastaðan óviðunandi. Hallareksturinn viðvarandi. Það liggur enda fyrir, samkvæmt könnunum, að kjósendur treysta ekki flokknum lengur fyrir efnahagsmálum. Fyrir endurheimt stöðugleikans. Langflestirtreysta nú Samfylkingunni fyrir þeim verkefnum. Þess vegna er Bjarni hættur að skrifa greinar um stöðugleika. Þess í stað er hann farinn að skera út grasker og vara við skattahækkunum annarra. Þess vegna er megininntak kosningabaráttu flokks hans að reyna að hræða kjósendur frá því að kjósa breytingar. Engin skattahækkun á venjulegt vinnandi fólk Það er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er með skýrt plan um þær breytingar sem þjóðin kallar eftir og flokkurinn verður óhræddur við að framfylgja því. Við ætlum að endurheimta efnahagslegan stöðugleika með ábyrgri hagstjórn, tiltekt í ríkisrekstrinum og öflun nýrra tekna fyrir ríkissjóð. Nýju tekjurnar koma í gegnum sjálfbæran hagvöxt annars vegar og skattlagningu á breiðustu bökin hins vegar. Með álagningu eðlilegra auðlindagjalda á sjávarútveg, orkuvinnslu, fiskeldi og ferðaþjónustu. Með því að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22 í 25 prósent með eðlilegri tilfærslu frítekjumarka svo sú hækkun lendi fyrst og síðast á þeim tíu prósentum sem þéna 70 prósent allra fjármagnstekna í landinu. Með því að loka skattaglufum svo sumir komist ekki lengur hjá því að greiða sinn skerf til samneyslunnar. Og það skal sagt skýrt: Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk. Með þessum skrefum munu vextir lækka og ofurskatturinn sem núverandi ríkisstjórn lagði á heimilin í landinu verður aflagður. Það er stærsta kjarabót sem venjulegt fólk getur fengið. Með þessum skrefum verða velferðarkerfin líka endurreist. Með þeim verður hægt að ráðast í stórátak í atvinnu- og samgöngumálum. Með þessu verður hægt að ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum til skemmri tíma og taka ábyrgð á því að þau þróist með réttum hætti til lengri tíma. Með þessu verður hægt að gera allt það sem Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir síðustu kosningar en stóðu ekki við, og mikið meira. Verum ekki hrædd við breytingar. Hlökkum frekar til þeirra og lítum framhjá innantómum áróðrinum. Kjósum Samfylkinguna og uppfærum Ísland til hins betra. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er kosningabarátta. Það sést best á allskyns greinum og mis skondnum myndböndum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hræða kjósendur til að kjósa sig. Um kunnuglega taktík er að ræða. Tveimur dögum fyrir síðustu kosningar skrifaði formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, til dæmis tvær greinar í fjölmiðla. Önnur birtist í Fréttablaðinu sáluga með fyrirsögninni„Tveir kostir“. Hin birtist í Morgunblaðinu og kallaðist „Stöðugleiki eða óvissuferð“. Báðar áttu það sameiginlegt að þar reyndi Bjarni að telja kjósendum trú um að einungis Sjálfstæðisflokkurinn gæti fært þjóðinni stöðugleika. Framfarir. Festu. Í fyrri greininni skrifaði Bjarni að „tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. [...] Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín, skattarnir hafa lækkað og verðbólgan verið hófleg. [...] Þetta getur allt breyst hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði.“ Í síðari greininni skrifaði Bjarni að „íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Skattarnir hafa lækkað, verðbólgan er lág. [...] Fólk fær meira fyrir launin sín. Þetta mun breytast ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Við borgum fyrir loforðalistana með hærra vöruverði. Tugþúsundir Íslendinga eru nú með lægri afborganir af lánum eftir endurfjármögnun vegna þess að vextir eru lágir. Útgjaldalistinn mun hækka vextina og verðbólguna aftur. Afborganirnar hækka með.“ Óvissuferð Bjarna og félaga Tíu mánuðum eftir að Bjarni skrifaði greinarnar var verðbólga komin upp í nánast tíu prósent. Ríkisstjórnin hans hafði sett verðbólguna af stað og matarkarfan hefur hækkað gríðarlega. Til að stemma stigu við þeirri þróun réðst Seðlabanki Íslands í skarpa vaxtahækkun sem skilaði því að stýrivextir fóru úr því að vera 1,25 prósent þegar kosið var seint í september 2021 í að vera 9,25 prósent innan við tveimur árum síðar. Þeir vel rúmlega sjöfölduðust. Afleiðingin var sú að afborganir tugþúsunda Íslendinga af húsnæðislánum þeirra hefur hækkað mjög, mjög, mjög mikið. Það sem heimilin borga í vexti á ári var 40 milljörðum krónum meira í fyrra en tveimur árum áður. Þetta þurfa heimilin að takast á við á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra, það sem situr eftir í veskinu eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd, hafi dregist saman það sem af er ári og að tugir þúsunda heimila eigi nú þegar erfitt með að ná endum saman um mánaðamót. Samt var Bjarni bara að auka útgjöld og reka ríkissjóð í halla, nánar tiltekið í 620 milljarða króna halla frá byrjun árs 2020 og út næsta ár. Samhliða því jukust skuldir ríkissjóðs umtalsvert og það mikið að hann greiðir nú 114 milljarða króna í vexti á ári. Samkvæmt áætlun á ríkið að afla minni tekna en það eyðir í alls níu ár í röð. Þetta var gert til að fjármagna skattalækkanir á breiðu bökin, til þess að hlífa stórfyrirtækjum við að borga sanngjarnt auðlindagjald samhliða því að velferðarkerfin voru fjársvelt. Samanlögð áhrif skattalækkana og -hækkana frá árinu 2018 og út árið 2022 skilaði ríkissjóði rúmlega 54 milljarða króna tekjutapisamkvæmt útreikningum BSRB. Þetta er tekjutap án áhrifa skattalækkana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, sem voru líka verulegar. Ofan á þetta hafa bæst stórtækar tilfærslur á tugum milljarða króna af fé úr ríkissjóði í húsnæðisstuðning sem eykur eftirspurn og gagnast aðallega efstu tekjuhópum landsins, þeim sem þurfa minnst á honum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn féll á prófinu Sami Bjarni skrifaði fyrir rúmu ári á samfélagsmiðil að hinn „endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál á Íslandi eru kjör fólksins í landinu.“ Þegar ofangreint er skoðað má ljóst vera að hinn endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál Sjálfstæðisflokksins er falleinkunn. Vaxtakostnaður hefur lagst sem ofurskattur á þá sem skulda, og sérstaklega á barnafjölskyldur. Verðbólgan hefur verið þrálát. Skattalækkanirnar ófjármagnaðar. Skuldastaðan óviðunandi. Hallareksturinn viðvarandi. Það liggur enda fyrir, samkvæmt könnunum, að kjósendur treysta ekki flokknum lengur fyrir efnahagsmálum. Fyrir endurheimt stöðugleikans. Langflestirtreysta nú Samfylkingunni fyrir þeim verkefnum. Þess vegna er Bjarni hættur að skrifa greinar um stöðugleika. Þess í stað er hann farinn að skera út grasker og vara við skattahækkunum annarra. Þess vegna er megininntak kosningabaráttu flokks hans að reyna að hræða kjósendur frá því að kjósa breytingar. Engin skattahækkun á venjulegt vinnandi fólk Það er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er með skýrt plan um þær breytingar sem þjóðin kallar eftir og flokkurinn verður óhræddur við að framfylgja því. Við ætlum að endurheimta efnahagslegan stöðugleika með ábyrgri hagstjórn, tiltekt í ríkisrekstrinum og öflun nýrra tekna fyrir ríkissjóð. Nýju tekjurnar koma í gegnum sjálfbæran hagvöxt annars vegar og skattlagningu á breiðustu bökin hins vegar. Með álagningu eðlilegra auðlindagjalda á sjávarútveg, orkuvinnslu, fiskeldi og ferðaþjónustu. Með því að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22 í 25 prósent með eðlilegri tilfærslu frítekjumarka svo sú hækkun lendi fyrst og síðast á þeim tíu prósentum sem þéna 70 prósent allra fjármagnstekna í landinu. Með því að loka skattaglufum svo sumir komist ekki lengur hjá því að greiða sinn skerf til samneyslunnar. Og það skal sagt skýrt: Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk. Með þessum skrefum munu vextir lækka og ofurskatturinn sem núverandi ríkisstjórn lagði á heimilin í landinu verður aflagður. Það er stærsta kjarabót sem venjulegt fólk getur fengið. Með þessum skrefum verða velferðarkerfin líka endurreist. Með þeim verður hægt að ráðast í stórátak í atvinnu- og samgöngumálum. Með þessu verður hægt að ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum til skemmri tíma og taka ábyrgð á því að þau þróist með réttum hætti til lengri tíma. Með þessu verður hægt að gera allt það sem Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir síðustu kosningar en stóðu ekki við, og mikið meira. Verum ekki hrædd við breytingar. Hlökkum frekar til þeirra og lítum framhjá innantómum áróðrinum. Kjósum Samfylkinguna og uppfærum Ísland til hins betra. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun