„Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 22:02 Áslaug Arna og Ragnar Þór tókust á um efnahagsstefnu stjórnvalda á Sprengisandi. vísir/einar/arnar Ragnar Þór Ingólfsson frambjóðandi Flokks fólksins sakar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að loka augunum fyrir bágri stöðu Íslendinga. Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins. Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Tekist var á um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar á Sprengisandi í dag. Þangað mættu fyrrnefnd Ragnar Þór og Áslaug Arna, auk Björns Levís Gunnarssonar oddvita Pírata í Reykjavík suður. Áslaug gat ekki tekið undir þau orð Ragnars Þórs að hér á landi hefði verið rekin efnahagsstefna sem ali á mikilli misskiptingu og aukinni fátækt. Umræðan sem hér er til umfjöllunar hefst eftir 27 mínútur: „Hér hefur verið mjög skýr efnahagsstefna sem hefur komið öllum til góða,“ sagði Áslaug. „Við sjáum að kaupmáttur þess lægst launaða hefur hækkað hvað mest. Við sjáum það mjög skýrlega með þeim ákvörðunum sem við höfum tekið, hvort sem það eru skattalækkanir eða hvernig haldið er á málum að kaupmáttur þeirra í lægstu hópunum hefur aukist hvað mest.“ Búið sé um hnútana hér á landi að fólk geti haft það betra. „Mér leiðist svo þegar landið okkar er talað svona mikið niður. Ég veit að það þarf að gera margt betur og vaxtastaðan er með þeim hætti að hún er í forgangi núna. En við getum samt ekki haldið einhverju fram algjörlega á skjön við þær staðreyndir sem við horfum á, þegar við horfum á það hvernig við búum um hnútana um alla hópa samfélagsins,“ sagði Áslaug. Kjarabætur rifnar jafnharðan af fólki Ragnar svaraði Áslaugu og sagði ljóst að misskipting væri að aukast gríðarlega. „Mér finnst bara mjög dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir raunverulegri stöðu. Við sjáum til dæmis bara leigumarkaðinn, ef þú ferð inn á myigloo-síðuna og skoðar fyrstu íbúð sem kemur upp: tveggja herbergja íbúð á 370 þúsund. Það er dýrara að leigja tveggja eða þriggja herbergja íbúð heldur en útborguð lágmarkslaun,“ sagði Ragnar og hélt áfram: „Hér er verið að tala um að hér sé allt í besta standi og kaupmáttur hafi aukist á lægstu laun. Auðvitað hefur kaupmáttur aukist en mikið af þeim ávinningi sem við höfum náð í kjarasamningum síðustu ár og kjarabætur sem við höfum náð síðustu ár fyrir fólkið okkar eru rifnar af þeim jafnharðan og meira til af fjármálakerfinu, bönkunum, í formi okurvaxta. Og síðan á leigumarkaðnum þar sem búið er að mynda algjöra skortsstöðu og ekki hefur verið pólitískur vilji, eða pólitískt hugrekki, til að viðurkenna þetta og koma með lausnir eins og við höfum bent á.“ „Það er ekki glansmynd eða að loka augunum fyrir stöðu Íslendinga þegar maður bendir einfaldlega á staðreyndir,“ sagði Áslaug. „Það má alveg tala um þær staðreyndir að við erum með ein hæstu laun í heimi og einn mesta launajöfnuð í heimi. Á sama tíma eru hér margar áskoranir. Ég trúi því að með einfaldara regluverki, með sjálfstæðisstefnunni sem lyftir öllum upp hvar sem þeir eru, að við náum meiri árangri á grundvelli þeirra gilda fyrir hvern sem er,“ sagði Áslaug Arna áður en Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi þurfti að ljúka þeim hluta þáttarins.
Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Flokkur fólksins Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent