Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun