Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar 4. nóvember 2024 07:31 Það er alkunna hér að ungu fólki er refsað grimmilega af bankastofnunum, taki það ákvörðun að mennta sig á háskólastigi. Hérlendis er því reyndar haldið fram af mörgum að öll verðtrygging sé af hinu góða og kannski einnig bráðnauðsynleg. Samfélagið gengi ekki upp annars, það sé verðtryggingin sem tryggir öryggi þitt sjáðu til. Þvílíkt bull! Tökum dæmi um hjúkrunarfræðinema sem tók í góðri trú verðtryggt námslán árið 2007. Lánsupphæð var í upphafi tvær milljónir. Konan er ung og bjartsýn á lífið og tilveruna, enda verður nú lítið mál að borga inn á og klára þetta sem fyrst. En raunin verður önnur, við bætist verðtryggt húsnæðislán og neytendalán sem hvort tveggja auka greiðslubyrði viðkomandi margfalt. Í dag borgar þessi hjúkrunarfræðingur ennþá af þessu verðtryggða námsláni og þegar lánstímabili lýkur mun hún hafa borgað um það bil tífalda upprunalega upphæð til bankans, eða í kringum tuttugu milljónir! Tvær milljónir verða sem sagt að tuttugu milljónum áður en yfir lýkur! Þannig virka öll verðtryggð lán á Íslandi, öfugt við nágrannalönd okkar þar sem verðtryggð lán til neytenda eru ekki til. Í Danmörku tekur þú óverðtryggt lán á hagkvæmum lánskjörum, byrjar að borga af því og sérð fljótlega að höfuðstóllinn lækkar. Þú sérð árangur og þér líður vel. Það er m.a. ein af ástæðum þess að ungt fólk flýr í umvörpum þangað. Verðtrygging lána til neytenda hérlendis snýst ekki um að standa vörð um lántaka á víðsjárverðum tímum hárrar verðbólgu, þó að því sé statt og stöðugt haldið fram af þeim, sem njóta hagsmuna af því að halda henni óbreyttri. Nei, hér snýst hún einvörðungu um að treysta undirstöður stóru bankanna, auðvaldsins, á okkar kostnað. Bankarnir hafa dregið úr allri þjónustu. Þeir hafa markvisst fækkað starfsfólki, markvisst lokað útibúum á landsbyggðinni og í staðinn reist sér höfuðstöðvar og glerhallir í höfuðborginni. Verðtryggingin er eins og hringrás sem við erum dæmd til að taka þátt í á meðan núverandi stjórnarfar ríkir. Þið sem eruð með þessi verðtryggðu lán, þið hafið ekkert val. Þegar milljarða hagnaði bankanna er ógnað, þá blæs Seðlabankinn til sóknar á heimili þessa lands og námsmenn. Svo lætur bankafólkið eins og þetta sé auðvitað allt okkur að kenna! Við séum að leyfa okkur of mikið, þenjum hagkerfið um of og verðum að taka afleiðingunum af því. Og hvernig er okkur þá refsað? Seðlabankinn hækkar snarlega stýrivexti til að reyna ná tökum á verðbólgunni. Áhrifin eru sem reiðarslag á lántakendur sem þegar eru að berjast í bökkum. Stýrivextir lækka svo ekki fyrr en að bankarnir eru farnir að skila meiri hagnaði aftur. Hin raunverulega ástæða þenslu hagkerfisins er m.a. vegna langvarandi skorts á húsnæði sem drífur upp húsnæðisverð og þar með verðbólguna, enda er húsnæðisliður vísitölu neysluverðs einn stærsti hluti mældrar verðbólgu. Ég hvet ykkur til að skoða húsnæðis- og námslána greiðsluseðlana ykkar og skoða hvað raunafborgun ykkar er há, og svo vextina og verðbæturnar sem hlaðið er ofan á. Flokkur fólksins ætlar sér að breyta þessu og draga húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Ef Flokkur fólksins nær sterku umboði kjósenda, ætlum við að koma á húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Það er ekki innantómt loforð, við munum standa við það sem við segjum. Við það mun strax myndast stöðugleiki í húsnæðislánakerfinu, eitthvað sem allir landsmenn munu finna fyrir, ekki hvað síst þau sem eru verst stödd. Unga fólkið okkar mun ekki lengur þurfa að flýja land og kerfið mun standa vörð um fólkið í landinu. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt að mæta á kjörstað, nýta rétt sinn og kjósa! Höfundur skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Efnahagsmál Seðlabankinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alkunna hér að ungu fólki er refsað grimmilega af bankastofnunum, taki það ákvörðun að mennta sig á háskólastigi. Hérlendis er því reyndar haldið fram af mörgum að öll verðtrygging sé af hinu góða og kannski einnig bráðnauðsynleg. Samfélagið gengi ekki upp annars, það sé verðtryggingin sem tryggir öryggi þitt sjáðu til. Þvílíkt bull! Tökum dæmi um hjúkrunarfræðinema sem tók í góðri trú verðtryggt námslán árið 2007. Lánsupphæð var í upphafi tvær milljónir. Konan er ung og bjartsýn á lífið og tilveruna, enda verður nú lítið mál að borga inn á og klára þetta sem fyrst. En raunin verður önnur, við bætist verðtryggt húsnæðislán og neytendalán sem hvort tveggja auka greiðslubyrði viðkomandi margfalt. Í dag borgar þessi hjúkrunarfræðingur ennþá af þessu verðtryggða námsláni og þegar lánstímabili lýkur mun hún hafa borgað um það bil tífalda upprunalega upphæð til bankans, eða í kringum tuttugu milljónir! Tvær milljónir verða sem sagt að tuttugu milljónum áður en yfir lýkur! Þannig virka öll verðtryggð lán á Íslandi, öfugt við nágrannalönd okkar þar sem verðtryggð lán til neytenda eru ekki til. Í Danmörku tekur þú óverðtryggt lán á hagkvæmum lánskjörum, byrjar að borga af því og sérð fljótlega að höfuðstóllinn lækkar. Þú sérð árangur og þér líður vel. Það er m.a. ein af ástæðum þess að ungt fólk flýr í umvörpum þangað. Verðtrygging lána til neytenda hérlendis snýst ekki um að standa vörð um lántaka á víðsjárverðum tímum hárrar verðbólgu, þó að því sé statt og stöðugt haldið fram af þeim, sem njóta hagsmuna af því að halda henni óbreyttri. Nei, hér snýst hún einvörðungu um að treysta undirstöður stóru bankanna, auðvaldsins, á okkar kostnað. Bankarnir hafa dregið úr allri þjónustu. Þeir hafa markvisst fækkað starfsfólki, markvisst lokað útibúum á landsbyggðinni og í staðinn reist sér höfuðstöðvar og glerhallir í höfuðborginni. Verðtryggingin er eins og hringrás sem við erum dæmd til að taka þátt í á meðan núverandi stjórnarfar ríkir. Þið sem eruð með þessi verðtryggðu lán, þið hafið ekkert val. Þegar milljarða hagnaði bankanna er ógnað, þá blæs Seðlabankinn til sóknar á heimili þessa lands og námsmenn. Svo lætur bankafólkið eins og þetta sé auðvitað allt okkur að kenna! Við séum að leyfa okkur of mikið, þenjum hagkerfið um of og verðum að taka afleiðingunum af því. Og hvernig er okkur þá refsað? Seðlabankinn hækkar snarlega stýrivexti til að reyna ná tökum á verðbólgunni. Áhrifin eru sem reiðarslag á lántakendur sem þegar eru að berjast í bökkum. Stýrivextir lækka svo ekki fyrr en að bankarnir eru farnir að skila meiri hagnaði aftur. Hin raunverulega ástæða þenslu hagkerfisins er m.a. vegna langvarandi skorts á húsnæði sem drífur upp húsnæðisverð og þar með verðbólguna, enda er húsnæðisliður vísitölu neysluverðs einn stærsti hluti mældrar verðbólgu. Ég hvet ykkur til að skoða húsnæðis- og námslána greiðsluseðlana ykkar og skoða hvað raunafborgun ykkar er há, og svo vextina og verðbæturnar sem hlaðið er ofan á. Flokkur fólksins ætlar sér að breyta þessu og draga húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Ef Flokkur fólksins nær sterku umboði kjósenda, ætlum við að koma á húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. Það er ekki innantómt loforð, við munum standa við það sem við segjum. Við það mun strax myndast stöðugleiki í húsnæðislánakerfinu, eitthvað sem allir landsmenn munu finna fyrir, ekki hvað síst þau sem eru verst stödd. Unga fólkið okkar mun ekki lengur þurfa að flýja land og kerfið mun standa vörð um fólkið í landinu. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt að mæta á kjörstað, nýta rétt sinn og kjósa! Höfundur skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun