
Bandaríkin

Fjöldadauði sela rakinn til H5N1
Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump
Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis.

Stuðningsmaður Bills skotinn til bana
Stuðningsmaður Buffalo Bills var skotinn til bana fyrir utan Hard Rock leikvanginn eftir sigur liðsins á Miami Dolphins í lokaleik deildarkeppninnar í NFL.

„Atlantshafsbandalagið er dautt“
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, er sagður hafa sagt við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að Atlantshafsbandalagið væri „dautt“.

Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir
Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu.

Tónninn gjörbreyttist þegar „eiginkonan“ hafði samband
Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi.

Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári
Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið.

Leikarinn Adan Canto er látinn
Bandaríski leikarinn Adan Canto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, er látinn. Hann varð 42 ára.

Hvíta húsinu ekki tilkynnt um veikindi og aðgerð varnarmálaráðherrans
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin, gekkst undir aðgerð vegna blöðruhálskirtilskrabbameins þann 22. desember síðastliðinn og var svo aftur lagður inn í kjölfarið vegna þvagfærasýkingar tengdri aðgerðinni.

Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina.

Ætlar ekki í eigin afmælisveislu því enginn frægur mætir
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri mun ekki mæta í eigin afmælisveislu.

Allt að fjögur hundruð þúsund plastagnir í vatnsflöskum
Vatnsflaska úr plasti inniheldur gífurlegt magn örsmárra agna úr plasti sem fólk drekkur. Bandarískir vísindamenn fundu allt að fjögur hundruð þúsund slíkar agnir í lítraflösku en stór hluti þeirra endar inn í mannfólki sem drekkur vatnið.

Unity segir upp 1800 manns
Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna.

Tungllending ekki möguleg vegna eldsneytisleka
Fyrsta tilraun Bandaríkjamanna til að lenda geimfari á tunglinu í rúm fimmtíu ár virðist ekki ætla að ganga eftir. Eldsneyti ku leka út úr lendingarfarinu Peregrine og er talið að farið muni missa getu til að endurhlaða rafhlöður sínar á miðvikudaginn.

Binda enda á 27 ára samstarf sitt
Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár.

Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur.

Samstarfsfólk Musk sagt hafa áhyggjur af fíkniefnaneyslu hans
Elon Musk, auðugasti maður heims, er sagður neyta fíkniefna á borð við LSD, kókaín og ofskynjunarsveppi. Þetta kemur fram í umfjöllun Wall Street Journal.

Lausir skrúfboltar í vélum Boeing
Skrúfboltar sem herða þurfti betur hafa fundist við skoðun á Boeing 737 Max 9 flugvélum. Flugfélagið United Airlines greinir frá þessu.

Fyrsta geimskot nýrrar eldflaugar heppnaðist
Ný eldflaug bar í nótt fyrsta tunglfarið frá Bandaríkjunum út í geim frá árinu 1972. Eldflaugin ber nafnið Vulcan og er þróuð af starfsmönnum United Launch Alliance, sem er samstarfsverkefni Boeing og Lockheed Martin, en geimskotið heppnaðist fullkomlega.

Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah
Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október.

Samkomulag loks í höfn en lokun stofnana enn möguleg
Leiðtogar fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings lýstu því yfir í gærkvöldi að samkomulag hefði náðst um fjárlög ársins 2024. Minna en tvær vikur eru í stöðvun reksturs opinberra stofnana, verði fjárlög ekki samþykkt og er ekki ljóst hvort hægt verði að ljúka viðræðunum og samþykkja frumvarp fyrir þann tíma.

Oppenheimer hlaut flest verðlaun á Golden Globe-hátíðinni
Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr.

Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur.

Kyrrsetja Boeing Max-flugvélar um allan heim
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa fyrirskipað kyrrsetningu 171 flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max 9 eftir að farþegaflugvél Alaska Airlines þurfti að nauðlenda í gær þegar gluggi gaf sig og stórt gat myndaðist í farþegarýminu.

Leiðtogi NRA segir af sér
Wayne LaPierre framkvæmdarstjóri samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum NRA hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum. Hann er 74 ára gamall og hefur farið fyrir samtökunum í þrjá áratugi.

Prinsinn heima hjá Epstein vikum saman
Andrés Bretaprins hékk á heimili athafna-og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epsteins í Flórída vikum saman, samkvæmt vitnisburði sem birtist í nýjum dómsskjölum.

Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými
Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu.

Sýpur seyðið af árás á dómara
Maður sem stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans í Las Vegas í vikunni, stendur frammi fyrir sjö nýjum ákærum eftir árásina. Hann mun þurfa að mæta aftur fyrir sama dómara í næstu viku.

Bendi ekki til tengsla við sjálfsvígshugsanir
Viðamikil bandarísk rannsókn bendir til þess að engin tengsl séu á milli notkunar sykursýkis-og megrunarlyfjanna Ozempic og Wegovy og aukinnar tíðni sjálfsskaða-og sjálfsvígshugsana.

Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad
Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak.