Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. nóvember 2024 12:02 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir minnir á að hún hafi ekki verið kjörin fulltrúi þegar hún lét ummæli um Trump falla árið 2015. Þá stefndi hann á kjör sem forseti Bandaríkjanna sem hann náði nokkuð óvænt innan við ári síðar. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir löngu hafa gleymt tísti frá 2015 þar sem hún kallaði Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna þröngsýnan, fáfróðan og fordómafullan fábjána. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og verður sá 47. í röðinni. Sigur Trumps var nokkuð afgerandi og hafa þjóðarleiðtogar og utanríkisráðherrar um allan heim óskað honum til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. Á meðan margir fagna sigri Trump er fjölmennur hópur fólks um heim allan ósáttur við kjör hans. Til dæmis hér á Íslandi en fram kom í könnun Prósents á dögunum að aðeins einn af hverjum tíu Íslendingum styddi Trump í forsetakosningunum. Þetta er í annað skiptið sem Trump er kjörinn forseti. Sigur hans í baráttunni við Hillary Clinton árið 2016 var nokkuð óvæntur en þá eins og nú virðast stuðningur við Trump hafa verið vanmetinn í skoðanakönnunum. Trump hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni og greiðslu til klámmyndaleikkonu. Þá hefur hann verið ákærður fyrir að hafa með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2020 sem hann tapaði. Meðal þeirra sem hafa sagt sína skoðun á Trump opinberlega og gagnrýnt harðlega er Þórdís Kolbrún. Mannlíf rifjaði í gær upp tíst hennar frá árinu 2015. Þá var Þórdís Kolbrún aðstoðarmaður Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Fordómafullur fábjáni „Trump er þröngsýnn, fáfróður, fordómaf. fábjáni. Hans málfl. er markmið hryðjuv.manna. Að hans fylgjendur telji okkur hin naív er hjákátlegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í tísti þann 9. desember 2015. Hún var spurð út í þessi ummæli að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er áratugagamalt tíst sem ég mundi ekkert eftir því að hafa skrifað. Ég var ekki lýðræðislega kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út og hann var heldur ekki kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út. Hann hefur áður verið forseti í Bandaríkjunum og samstarf Íslands og Bandaríkjanna gekk vel þá. Ég geri ráð fyrir því að það geri það áfram núna. Bandaríkin eru auðvitað einn okkar nánasti bandamaður, bæði á sviði varnarmála, viðskipta, utanríkisviðskipta og frekara samstarfs. Ég hlakka til að sjá hvernig liðinu verður stillt upp og við höldum uppi okkar samtali og hagsmunagæslu. Við gerum það auðvitað af Íslands hálfu og í samstarfi við Norðurlöndin. Við erum þegar farin að ræða okkar á milli hvernig það verður gert,“ segir Þórdís Kolbrún. Trump fór mikinn á Twitter á þessum tíma en þá var hann að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Sama dag og Þórdís tísti var Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, kjörin maður ársins hjá Time. Trump brást illa við, sagðist hafa átt verðlaunin skilið og Time myndi aldrei velja hann mann ársins. Tímaritið hefði valið manneskjuna sem væri að leggja Þýskaland í rúst. Tveimur dögum fyrr hafði hann kallað eftir banni við því að múslimar fengju að koma til Bandaríkjanna eftir fjöldamorðin í San Bernardino í Kaliforníu. Ummæli Þórdísar um Trump frá því fyrir níu árum eru ekki þau einu sem rifjuð hafa verið upp að undanförnu. Erlendir fjölmiðlar hafa meðal annars vakið athygli á ummælum sem sjálfur verðandi varaforseti Trump, JD Vance, lét falla fyrir átta árum í aðdraganda kosninganna 2016 þegar hann líkti Trump við Adolf Hitler og sagði hann vera „fávita.“ Óvissa með Úkraínu Þórdís var einnig spurð hvorn kostinn hún hefði viljað, Harris eða Trump, með tilliti til hagsmuna Íslendinga. „Auðvitað er óvissuþáttur hvað varðar stuðning við Úkraínu og hvernig það allt saman fer. Það snýr ekki bara að örlögum þeirra heldur þá örlögum Evrópu og framhaldsins þar. Það sem ég vil auðvitað sjá í Bandaríkjunum sem lýðræðisríki eins og öllum öðrum eru almennilegar kosningar þar sem vilji fólksins kemur fram. Það var þarna og niðurstaðan bara mjög afgerandi sem ég held að sé gott. Það fer ekki milli mála hvernig landið liggur í Bandaríkjunum,“ sagði Þórdís. Vísaði hún þar til heimsóknar Svetlönu Tsíkanovskaju, leiðtoga stjórnarandstöðu Belarús, í síðustu viku. Hún hvatti Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn sem mætti ekki taka sem sjálfsögðum hlut. „Þau sem búa í ríkjum þar sem þau fá ekki að kjósa frjálst, eins og Svetlana benti á sem var hérna í síðustu viku, að hún öfundi þá og samgleðjist þeim sem viti ekki hver verður næsti forseti eða forsætisráðherra í þeirra landi. Vegna þess að sums staðar er það ekki þannig. Mér finnst það vera aðalatriðið að vilji fólksins komi fram og hann kom sannarlega fram þarna.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Utanríkismál Bandaríkin X (Twitter) Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna í janúar og verður sá 47. í röðinni. Sigur Trumps var nokkuð afgerandi og hafa þjóðarleiðtogar og utanríkisráðherrar um allan heim óskað honum til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal forsætis- og utanríkisráðherra Íslands. Á meðan margir fagna sigri Trump er fjölmennur hópur fólks um heim allan ósáttur við kjör hans. Til dæmis hér á Íslandi en fram kom í könnun Prósents á dögunum að aðeins einn af hverjum tíu Íslendingum styddi Trump í forsetakosningunum. Þetta er í annað skiptið sem Trump er kjörinn forseti. Sigur hans í baráttunni við Hillary Clinton árið 2016 var nokkuð óvæntur en þá eins og nú virðast stuðningur við Trump hafa verið vanmetinn í skoðanakönnunum. Trump hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni og greiðslu til klámmyndaleikkonu. Þá hefur hann verið ákærður fyrir að hafa með ólögmætum hætti reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2020 sem hann tapaði. Meðal þeirra sem hafa sagt sína skoðun á Trump opinberlega og gagnrýnt harðlega er Þórdís Kolbrún. Mannlíf rifjaði í gær upp tíst hennar frá árinu 2015. Þá var Þórdís Kolbrún aðstoðarmaður Ólafar Nordal, þáverandi innanríkisráðherra. Fordómafullur fábjáni „Trump er þröngsýnn, fáfróður, fordómaf. fábjáni. Hans málfl. er markmið hryðjuv.manna. Að hans fylgjendur telji okkur hin naív er hjákátlegt,“ sagði Þórdís Kolbrún í tísti þann 9. desember 2015. Hún var spurð út í þessi ummæli að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er áratugagamalt tíst sem ég mundi ekkert eftir því að hafa skrifað. Ég var ekki lýðræðislega kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út og hann var heldur ekki kjörinn fulltrúi þegar þetta tíst fór út. Hann hefur áður verið forseti í Bandaríkjunum og samstarf Íslands og Bandaríkjanna gekk vel þá. Ég geri ráð fyrir því að það geri það áfram núna. Bandaríkin eru auðvitað einn okkar nánasti bandamaður, bæði á sviði varnarmála, viðskipta, utanríkisviðskipta og frekara samstarfs. Ég hlakka til að sjá hvernig liðinu verður stillt upp og við höldum uppi okkar samtali og hagsmunagæslu. Við gerum það auðvitað af Íslands hálfu og í samstarfi við Norðurlöndin. Við erum þegar farin að ræða okkar á milli hvernig það verður gert,“ segir Þórdís Kolbrún. Trump fór mikinn á Twitter á þessum tíma en þá var hann að berjast um útnefningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs. Sama dag og Þórdís tísti var Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, kjörin maður ársins hjá Time. Trump brást illa við, sagðist hafa átt verðlaunin skilið og Time myndi aldrei velja hann mann ársins. Tímaritið hefði valið manneskjuna sem væri að leggja Þýskaland í rúst. Tveimur dögum fyrr hafði hann kallað eftir banni við því að múslimar fengju að koma til Bandaríkjanna eftir fjöldamorðin í San Bernardino í Kaliforníu. Ummæli Þórdísar um Trump frá því fyrir níu árum eru ekki þau einu sem rifjuð hafa verið upp að undanförnu. Erlendir fjölmiðlar hafa meðal annars vakið athygli á ummælum sem sjálfur verðandi varaforseti Trump, JD Vance, lét falla fyrir átta árum í aðdraganda kosninganna 2016 þegar hann líkti Trump við Adolf Hitler og sagði hann vera „fávita.“ Óvissa með Úkraínu Þórdís var einnig spurð hvorn kostinn hún hefði viljað, Harris eða Trump, með tilliti til hagsmuna Íslendinga. „Auðvitað er óvissuþáttur hvað varðar stuðning við Úkraínu og hvernig það allt saman fer. Það snýr ekki bara að örlögum þeirra heldur þá örlögum Evrópu og framhaldsins þar. Það sem ég vil auðvitað sjá í Bandaríkjunum sem lýðræðisríki eins og öllum öðrum eru almennilegar kosningar þar sem vilji fólksins kemur fram. Það var þarna og niðurstaðan bara mjög afgerandi sem ég held að sé gott. Það fer ekki milli mála hvernig landið liggur í Bandaríkjunum,“ sagði Þórdís. Vísaði hún þar til heimsóknar Svetlönu Tsíkanovskaju, leiðtoga stjórnarandstöðu Belarús, í síðustu viku. Hún hvatti Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn sem mætti ekki taka sem sjálfsögðum hlut. „Þau sem búa í ríkjum þar sem þau fá ekki að kjósa frjálst, eins og Svetlana benti á sem var hérna í síðustu viku, að hún öfundi þá og samgleðjist þeim sem viti ekki hver verður næsti forseti eða forsætisráðherra í þeirra landi. Vegna þess að sums staðar er það ekki þannig. Mér finnst það vera aðalatriðið að vilji fólksins komi fram og hann kom sannarlega fram þarna.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Utanríkismál Bandaríkin X (Twitter) Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira