Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2024 08:07 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, var einn helsti andstæðingur stjórnarskrárbreytingartillögunnar. Paul Hennessy/Getty Samhliða forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær voru atkvæði greidd um rétt kvenna til þungunarrofs í nokkrum ríkjum. Íbúar Flórída urðu fyrstir til þess að fella tillögu um stjórnarskrárbreytingu sem festir réttinn í sessi. Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu. Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hafði í áratugi tryggt konum rétt til þungunarrofs árið 2022 hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Í Flórída var bann við þungunarrofi eftir sjöttu viku meðgöngu lögleitt í kjölfar dóms hæstaréttar. Þessu vildu aðgerðarsinnar breyta með tillögu að breytingum á stjórnarskrá ríkisins sem myndi heimila þungunarrof fram að þeim tímapunkti sem fóstur myndi líklega lifa af utan móðurkviðs. Það er um það bil fram að 22. viku meðgöngu. Til samanburðar er þungunarrof almennt heimilt hér á landi til og með 22. viku. Meirihlutinn vildi breytingar Í frétt AP segir að meirihluti greiddra atkvæða í Flórída hafi verið með stjórnarskrárbreytingunni. Þar þurfi aftur á móti aukinn meirihluta, sextíu prósent, til þess að stjórnarskrárbreytingar taki gildi, sem hafi ekki náðst. Þar með er talið að ríkisstjórinn Ron DeSantis hafi unnið mikinn pólitískan sigur en hann barðist ötullega gegn stjórnarskrárbreytingartillögunni. Öfugt í Missouri Íbúar Missouri greiddu einnig atkvæði um sams konar stjórnarskrárbreytingu. Þar á bæ bjuggu íbúar við eina ströngustu þungunarrofslöggjöf Bandaríkjanna. Lög ríksins lögðu blátt bann við þungunarrofi nema þungun ógnaði heilsu móðurinnar. Meirihluti kjósenda í ríkinu greiddi atkvæði með stjórnarskrárbreytingu sem takmarkar heimild löggjafans til að bann þungunarrof við þungunarrof eftir þann tímapunkt sem fóstur myndi lifa af utan móðurkviðs. „Í dag skrifuðu íbúar Missouri söguna og sendu skýr skilaboð; ákvarðanir um þungun, þar á meðal um þungunarrof, getnaðarvarnir og þjónustu við konur sem missa fóstur, eru persónulegar og einkamál og eiga að liggja hjá skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, ekki stjórnmálamönnum,“ hefur AP eftir Rachel Sweet, sem stýrði kosningabaráttu samtaka sem börðust fyrir breytingunni. Sigur Sweet og félaga er þó ekki enn í höfn en aðgerðarsinnar þurfa nú að láta reyna á gildi þungunarrofsbanns ríkisins fyrir dómstólum. Í Colorado og Maryland var réttur til þungunarrofs, sem þegar var til staðar, festur í sessi með stjórnarskrárbreytingum. Leiðrétting: Upphaflega var ritað að þungunarrof væri heimilt hér á landi til og með 20. viku meðgöngu. Rétt er að þungunarrof er heimilt til og með 22. viku meðgöngu.
Þungunarrof Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira