„Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 20:03 Craig hefur spilað um allan heim. Hér er hann að spila á Aquasella hátíðinni á Spáni árið 2018. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. „Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan. Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Carl Craig er að koma fram á sjónarsviðið í upphafi tíunda áratugarins. Það er á sama tíma og PartyZone er að byrja hér heima og dans- og reifsenan er að keyrast í gang. Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd. Eftir það gerir hann hvern underground slagarann á fætur öðrum nánast allan áratuginn,“ segir Helgi Már. Craig kemur frá Detroit í Bandaríkjunum og hafði mikil áhrif á vinsældir teknótónlistar sem uppruninn er þaðan. Ásamt fleiri plötusnúðum eins og Kevin Saunderson, Derek May, and Juan Atkins vann hann svo að því að flytja tónlistina frá Detroit og út um allan heim. Helgi Már segir Craig með einstakt sánd.Aðsend Craig hefur skipulagt fjölda tónlistarhátíða í Detroit og stofnaði Carl Craig Foundation sem styður við tónlistarmenn frá Detroit með skólastyrkjum og öðrum tækifærum. Þá rekur Craig sitt eigið plötufyrirtæki, Planet E Communications, og umboðsskrifstofu fyrir aðra tónlistarmenn. Reunion stemning „Hann kemur frá Detroit og verður fyrir áhrifum frá frumkvöðlum eins og Derrick May og Kevin Saunderson. Sá fyrrnefni var með útvarpsþætti í lok níunda áratugarins þar sem teknó tónlist var áberandi. Carl Craig telst þá til annarrar kynslóðar teknó frumkvöðla Detroit borgar,“ segir Helgi Már og bætir við: „Ef ég á að skilgreina hann tónlistarlega þá má segja að hann sé í klúbbavænni teknóskotinni hús tónlist. Stundum kölluð progressive“ Helgi er spenntur fyrir morgundeginum.Aðsend Hann segir æðislegt að hann sé nú að koma fram á Íslandi. „Það er því geggjað að LP Events séu að flytja kappann inn og má gera ráð fyrir það skapist mikil reunion stemming í Gamla Bíó á föstudaginn. Hann kom hingað fyrst 1996, svo aftur 2002 og svo á PZ kvöld 2008. Þannig að það er orðið ansi langt síðan hann kom síðast. Það má svo geta þess að núverandi topplag PZ listans er lag frá honum og Roger Sanchez. Þar sem Detroit sándið fær að njóta sín vel,“ segir Helgi að lokum. Hægt er að hlusta á sérstakan lagalista tileinkaðan Craig hér að neðan.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Bandaríkin Tengdar fréttir Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33 Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Frumkvöðull í Detroit teknói í Gamla bíó í nóvember Bandaríski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíói í nóvember. Craig er einn af frumkvöðlum í Detroit teknótónlist og er sérstaklega þekktur fyrir að blanda saman ólíkum tónlistartegundum eins og teknói, jazzi, house tónlist og klassískri tónlist. Upphitun verður í höndum íslensku plötusnúðanna Intr0Beatz og Yamaho. 17. október 2024 15:33