Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 19:11 Harris fékk einungis 224 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að vinna kosningarnar. Vísir/Getty Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Frá þessu greinir aðstoðarmaður innan kosningateymis Harris. Símtalið markar ákveðin endalok harðrar og heiftarlegrar kosningabaráttu þeirra tveggja. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu NBC fréttaveitunnar, þar sem Harris mun ávarpa stuðningsmenn sína og aðra kjósendur: Aðstoðarmaður Harris ítrekaði við fjölmiðla mikilvægi þess að valdaskiptin sem framundan eru verði friðsamleg og að til valda komist forseti sem verði forseti allra Bandaríkjamanna. Sem stendur hefur Donald Trump tryggt sér 292 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til að hljóta kjör sem forseti. Nú síðast varð ljóst að hann hefði sigrað í Michigan-ríki, sem Joe Biden hafði sigrað fyrir fjórum árum síðan. Nú stefnir í að Trump verði fyrsti frambjóðandi repúblikana í tuttugu ár til þess að vinna vinsældarkosninguna, þ.e. hljóta fleiri atkvæði en frambjóðandi demókrata. Sá síðasti sem gerði það úr röðum repúblikana var George W. Bush árið 2004. Búist var við því að Harris myndi hljóta fleiri atkvæði þrátt fyrir tap, líkt og Hillary Clinton gerði árið 2016, en sem stendur er Trump með 71.930.743 atkvæði á landsvísu gegn 67.086.484 atkvæðum Harris. Búist er við því að Harris ávarpi stuðningsmenn klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Joe Biden Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira