Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2024 23:01 Hakeem Jeffries og Mike Johnson, leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana í fulltrúadeildinni. Báðir vonast eftir því að ná meirihluta þar. Enn er óljóst með hvor flokkurinn, Repúblikanar eða Demókratar, muni vera með meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikil spenna ríkir í síðustu kjördæmunum þar sem úrslit liggja ekki fyrir en gífurlega mikið er í húfi. Nú þegar hafa Repúblikanar tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þeir hafa náð 53 sætum gegn 45 hjá Demókrötum en hverjir sitja í tveimur sætum er óljóst, enn sem komið er. Nái Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni eru þeim allir vegir opnir næstu tvö árin, takist leiðtogum þingflokksins að halda aga meðal þingmanna, en á hinn bóginn gjóa Demókratar vonaraugum til fulltrúadeildarinnar. Þeir vonast eftir því að ná meirihluta og þannig geta haldið aftur af Donald Trump í Hvíta húsinu. Repúblikanar í aðeins betri stöðu Repúblikanar voru fyrir kosningarnar með fjögurra sæta meirihluta í fulltrúadeildinni og hefur síðasta kjörtímabil einkennst af gífurlegri óreglu í fulltrúadeildinni. Hópur verulega íhaldssamra þingmanna Repúblikanaflokksins, hefur leikið Mike Johnson, tiltölulega óreyndar forseta þingsins, mjög grátt á köflum. Sjá einnig: Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samkvæmt AP fréttaveitunni er mögulegt að meirihluti næsta kjörtímabils, sama hvoru megin hann verður, verði mjög smár. Þá er ekki víst að ljóst verði hver flokkurinn verði með meirihluta fyrr en í næstu viku. Það er vegna þess að mörg kjördæmanna þar sem atkvæði eru ótalin eru í Kaliforníu en þar geta utankjörfundaratkvæði borist í pósti langt eftir kjördag. Einnig þykir staðan mjög jöfn í nokkrum kjördæmum í Omaha, Nebraska og Alaska. Þegar þetta er skrifað er „staðan“ í fulltrúadeildinni 210 – 198 Repúblikönum í vil. Til að mynda meirihluta þarf 218 sæti en einungis 27 sæti eru laus, ef svo má segja. Staðan þykir aðeins betri fyrir Repúblikana sökum þess að af þessum 27 lausu sætum þurfa Demókratar að vinna fimmtán en Repúblikanar bara átta, til að ná meirihluta. Vilja „koma böndum“ á alríkið. Mike Johnson segist nokkuð borubrattur um að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og þar með fullu húsi, ef svo má segja. Með stjórn á báðum deildum þings og Hvíta húsinu segir Johnson að Repúblikanar ætli sér stóra hluti. Hann segir hundrað daga áætlun í vinnslu og að Donald Trump sé að hugsa mikið um arfleifð sína. Meðal þess sem er efst á lista Repúblikana er að fara í skattalækkanir, grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fella niður fjölda reglugerða á alríkissviðinu. Þeir vilja einnig flytja alríkisstofnanir úr Washington DC, reka fjölda opinberra starfsmanna og ráða inn nýja með því markmiði að „koma böndum“ á alríkið, eins og Johnson hefur orðað það. Þá hefur Trump sjálfur heitið því að vísa miklum fjölda innflytjenda sem eru ólöglega í Bandaríkjunum úr landi og refsa meintum óvinum sínum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6. nóvember 2024 10:44 Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. 7. nóvember 2024 08:48 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Nú þegar hafa Repúblikanar tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þeir hafa náð 53 sætum gegn 45 hjá Demókrötum en hverjir sitja í tveimur sætum er óljóst, enn sem komið er. Nái Repúblikanar meirihluta í fulltrúadeildinni eru þeim allir vegir opnir næstu tvö árin, takist leiðtogum þingflokksins að halda aga meðal þingmanna, en á hinn bóginn gjóa Demókratar vonaraugum til fulltrúadeildarinnar. Þeir vonast eftir því að ná meirihluta og þannig geta haldið aftur af Donald Trump í Hvíta húsinu. Repúblikanar í aðeins betri stöðu Repúblikanar voru fyrir kosningarnar með fjögurra sæta meirihluta í fulltrúadeildinni og hefur síðasta kjörtímabil einkennst af gífurlegri óreglu í fulltrúadeildinni. Hópur verulega íhaldssamra þingmanna Repúblikanaflokksins, hefur leikið Mike Johnson, tiltölulega óreyndar forseta þingsins, mjög grátt á köflum. Sjá einnig: Fengu aðstoð Demókrata við að koma hernaðaraðstoð úr nefnd Samkvæmt AP fréttaveitunni er mögulegt að meirihluti næsta kjörtímabils, sama hvoru megin hann verður, verði mjög smár. Þá er ekki víst að ljóst verði hver flokkurinn verði með meirihluta fyrr en í næstu viku. Það er vegna þess að mörg kjördæmanna þar sem atkvæði eru ótalin eru í Kaliforníu en þar geta utankjörfundaratkvæði borist í pósti langt eftir kjördag. Einnig þykir staðan mjög jöfn í nokkrum kjördæmum í Omaha, Nebraska og Alaska. Þegar þetta er skrifað er „staðan“ í fulltrúadeildinni 210 – 198 Repúblikönum í vil. Til að mynda meirihluta þarf 218 sæti en einungis 27 sæti eru laus, ef svo má segja. Staðan þykir aðeins betri fyrir Repúblikana sökum þess að af þessum 27 lausu sætum þurfa Demókratar að vinna fimmtán en Repúblikanar bara átta, til að ná meirihluta. Vilja „koma böndum“ á alríkið. Mike Johnson segist nokkuð borubrattur um að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og þar með fullu húsi, ef svo má segja. Með stjórn á báðum deildum þings og Hvíta húsinu segir Johnson að Repúblikanar ætli sér stóra hluti. Hann segir hundrað daga áætlun í vinnslu og að Donald Trump sé að hugsa mikið um arfleifð sína. Meðal þess sem er efst á lista Repúblikana er að fara í skattalækkanir, grípa til aðgerða á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og fella niður fjölda reglugerða á alríkissviðinu. Þeir vilja einnig flytja alríkisstofnanir úr Washington DC, reka fjölda opinberra starfsmanna og ráða inn nýja með því markmiði að „koma böndum“ á alríkið, eins og Johnson hefur orðað það. Þá hefur Trump sjálfur heitið því að vísa miklum fjölda innflytjenda sem eru ólöglega í Bandaríkjunum úr landi og refsa meintum óvinum sínum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6. nóvember 2024 10:44 Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. 7. nóvember 2024 08:48 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. 6. nóvember 2024 10:44
Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders segir enga furðu að verkalýðsstéttin hafi snúið baki við Demókrataflokknum í nýafstöðnum forseta- og þingkosningum í Bandaríkjunum. Slíkt gerist þegar flokkurinn snúi baki við verkalýðsstéttinni. 7. nóvember 2024 08:48