Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2025 17:18 Úkraínumenn gerðu loftárásir á orkuinnviði í suðvesturhluta Rússlands í gær. AP Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. Aðfaranótt laugardags féllu minnst sex í loftárásum Rússa á orkuinnviði og íbúðarhús á nokkrum stöðum í Úkraínu. Eldflaugar og drónar Rússlandshers hæfðu tengivirki sem sjá tveimur stórum kjarnorkuverum fyrir rafmagni. Í yfirlýsingu á X í gærkvöldi sakaði Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, Rússa um að gera kjarnorkuinnviði að skotmörkum sínum og ógna með því kjarnorkuöryggi Evrópubúa. Í umfjöllun AP segir að Úkraínuher hafi gert drónaárásir á orkuinnviði í borgunum Voronezh og Belgorod og tugir þúsund heimila hafi verið án rafmagns svo klukkustundum skiptir. Upplýsingar um mannfall liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem miðillinn hefur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands skaut herinn niður 44 dróna í suðvesturhluta landsins í nótt. Friðarviðræður ríkjanna tveggja, með milligöngu Bandaríkjanna, hafa ítrekað siglt í strand. Þrjár vikur eru síðan greint var frá því að fyrirhugaður fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta yrði líklega ekki haldinn í bráð. Slíkur fundur krefðist að sögn talsmanns Pútíns mikils undirbúnings. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagðist í samtali við rússneska miðilinn Ria að hann væri opinn fyrir því að funda með Marco Rubio sendifulltrúa Bandaríkjanna og ræða framhald friðarviðræðna. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. 7. nóvember 2025 15:08 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Aðfaranótt laugardags féllu minnst sex í loftárásum Rússa á orkuinnviði og íbúðarhús á nokkrum stöðum í Úkraínu. Eldflaugar og drónar Rússlandshers hæfðu tengivirki sem sjá tveimur stórum kjarnorkuverum fyrir rafmagni. Í yfirlýsingu á X í gærkvöldi sakaði Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, Rússa um að gera kjarnorkuinnviði að skotmörkum sínum og ógna með því kjarnorkuöryggi Evrópubúa. Í umfjöllun AP segir að Úkraínuher hafi gert drónaárásir á orkuinnviði í borgunum Voronezh og Belgorod og tugir þúsund heimila hafi verið án rafmagns svo klukkustundum skiptir. Upplýsingar um mannfall liggja ekki fyrir. Samkvæmt upplýsingum sem miðillinn hefur frá varnarmálaráðuneyti Rússlands skaut herinn niður 44 dróna í suðvesturhluta landsins í nótt. Friðarviðræður ríkjanna tveggja, með milligöngu Bandaríkjanna, hafa ítrekað siglt í strand. Þrjár vikur eru síðan greint var frá því að fyrirhugaður fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta yrði líklega ekki haldinn í bráð. Slíkur fundur krefðist að sögn talsmanns Pútíns mikils undirbúnings. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagðist í samtali við rússneska miðilinn Ria að hann væri opinn fyrir því að funda með Marco Rubio sendifulltrúa Bandaríkjanna og ræða framhald friðarviðræðna.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. 7. nóvember 2025 15:08 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. 7. nóvember 2025 15:08