Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 11:22 Lögregluþjónar að störfum við húsið sem um ræðir. AP/WRTV Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Maria Florinda Rios Perez var 32 ára gömul, fjögurra barna móðir, og höfðu hún og eiginmaður hennar verið að þrífa hús í Whitestown í um sjö mánuði. Þau stóðu á palli húss sem þau héldu að þau hefðu verið ráðin til að þrífa á og höfðu reynt að komast þar inn með lyklum þegar hún fékk skot í höfuðið. Þetta var á miðvikudaginn í síðustu viku. Í samtali við héraðsmiðilinn WRTV segir eiginmaður hennar að hann hafi ekki áttað sig á því að um byssuskot hafi verið að ræða fyrr en hún féll í arma hans, öll blóðug. Hann hefur kallað eftir réttlæti vegna dauða Mariu og segir að enginn sem sé mennskur geti banað fólki með þessum hætti. „Nú er ég einn með börnin mín og hann situr glaður heima hjá sér.“ Lögreglan sagði á föstudaginn að rannsókn málsins væri lokið og að það væri nú á höndum saksóknara að ákveða hvort eigandi hússins, sem hefur ekki verið nafngreindur, yrði ákærður eða ekki. AP fréttaveitan hefur eftir æðsta saksóknara sýslunnar að sú ákvörðun sé flókin. Í Indiana, og fjölmörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, eru lög sem segja til um að heimiliseigendur megi beita hæfilegu valdi, og þar með töldu banvænu, til að stöðva það sem þeir telja vera tilraun til að brjótast inn á heimili þeirra. Mauricio Velasquez, ekkill Mariu Florindu Rios Perez.AP/WRTV Kent Eastwood, áðurnefndur saksóknari, segist þurfa að kafa djúpt í gögn málsins til að skilja nákvæmlega hvað gerðist og hvernig. „Þú þarft að vita alla málavexti svo þú skiljir hvað gerðist og hvað sé hæfilegt,“ hefur AP eftir saksóknaranum. „Eitt það erfiðasta í þessum heimi í dag er að sammælast um hvað sé hæfilegt. Sem saksóknari er það meðal þess sem maður þarf að eiga við.“ Eastwoord hefur sagt að ákvörðun muni líklega liggja fyrir í vikunni. Íbúar kalla eftir ákæru Í sambærilegum málum annars staðar í Bandaríkjunum hefur saksóknurum tekist að lögsækja fólk. Meðal annars þegar 86 ára maður skaut þeldökkan táning sem fór húsavillt. Þá var maður sakfelldur fyrir morð eftir að hann skaut konu sem hafði keyrt fyrir mistök inn á innkeyrslu við hús hans. Margir íbúar Whitestown hafa komið eiginmanni Mariu til aðstoðar og hafa einnig kallað eftir því að sá sem skaut hana til bana verði ákærður. Í samtali við WRTV segir önnur kona sem rekur hreingerningarþjónustu að allir hafi einhvern tímann farið húsavillt. Óhugnanlegt sé að vita til þess að hætta sé á því að vera skotinn í slíkum tilfellum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Maria Florinda Rios Perez var 32 ára gömul, fjögurra barna móðir, og höfðu hún og eiginmaður hennar verið að þrífa hús í Whitestown í um sjö mánuði. Þau stóðu á palli húss sem þau héldu að þau hefðu verið ráðin til að þrífa á og höfðu reynt að komast þar inn með lyklum þegar hún fékk skot í höfuðið. Þetta var á miðvikudaginn í síðustu viku. Í samtali við héraðsmiðilinn WRTV segir eiginmaður hennar að hann hafi ekki áttað sig á því að um byssuskot hafi verið að ræða fyrr en hún féll í arma hans, öll blóðug. Hann hefur kallað eftir réttlæti vegna dauða Mariu og segir að enginn sem sé mennskur geti banað fólki með þessum hætti. „Nú er ég einn með börnin mín og hann situr glaður heima hjá sér.“ Lögreglan sagði á föstudaginn að rannsókn málsins væri lokið og að það væri nú á höndum saksóknara að ákveða hvort eigandi hússins, sem hefur ekki verið nafngreindur, yrði ákærður eða ekki. AP fréttaveitan hefur eftir æðsta saksóknara sýslunnar að sú ákvörðun sé flókin. Í Indiana, og fjölmörgum öðrum ríkjum Bandaríkjanna, eru lög sem segja til um að heimiliseigendur megi beita hæfilegu valdi, og þar með töldu banvænu, til að stöðva það sem þeir telja vera tilraun til að brjótast inn á heimili þeirra. Mauricio Velasquez, ekkill Mariu Florindu Rios Perez.AP/WRTV Kent Eastwood, áðurnefndur saksóknari, segist þurfa að kafa djúpt í gögn málsins til að skilja nákvæmlega hvað gerðist og hvernig. „Þú þarft að vita alla málavexti svo þú skiljir hvað gerðist og hvað sé hæfilegt,“ hefur AP eftir saksóknaranum. „Eitt það erfiðasta í þessum heimi í dag er að sammælast um hvað sé hæfilegt. Sem saksóknari er það meðal þess sem maður þarf að eiga við.“ Eastwoord hefur sagt að ákvörðun muni líklega liggja fyrir í vikunni. Íbúar kalla eftir ákæru Í sambærilegum málum annars staðar í Bandaríkjunum hefur saksóknurum tekist að lögsækja fólk. Meðal annars þegar 86 ára maður skaut þeldökkan táning sem fór húsavillt. Þá var maður sakfelldur fyrir morð eftir að hann skaut konu sem hafði keyrt fyrir mistök inn á innkeyrslu við hús hans. Margir íbúar Whitestown hafa komið eiginmanni Mariu til aðstoðar og hafa einnig kallað eftir því að sá sem skaut hana til bana verði ákærður. Í samtali við WRTV segir önnur kona sem rekur hreingerningarþjónustu að allir hafi einhvern tímann farið húsavillt. Óhugnanlegt sé að vita til þess að hætta sé á því að vera skotinn í slíkum tilfellum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira