Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 23:20 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. Málið varðar myndskeið sem var birt í fréttaskýringarþætti á vegum BBC Panorama en þar var tveimur ræðubútum Donalds Trump skeytt saman í klippingu þáttarins. Með því að klippa saman ræðubútana hljómaði eins og hann hefði hvatt til óeirðanna þann 6. janúar við bandaríska þinghúsið með beinni hætti en hann gerði. Í kjölfarið létu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af störfum. Fjölmiðillinn Daily Telegraph birti ítarlega umfjöllun um málið og sagði að með henni hefði slagsíða breska ríkisútvarpsins í umfjöllun um átök í Palestínu komið í ljós. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Í bréfi ritað af Alejandro Brito, einum lögfræðinga Trumps, sem NYT hefur undir höndum, segir að Trump vilji að fréttaskýringarþátturinn verði afturkallaður í heild sinni, hann beðinn afsökunar og fengi greiðslu til að bæta skaðann sem hann varð fyrir. Uppfylli breska ríkisútvarpið ekki þessa skilmála neyðist Trump til að lögsækja fjölmiðilinn og krefst hann milljarðs dollara, tæpa 127 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Ef forsvarsmenn BBC hafa ekki brugðist við fyrir klukkan fimm næsta föstudag, tíu á föstudagskvöld á íslenskum tíma, mun Trump kæra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hótar að lögsækja fjölmiðla og fréttamenn sem honum líkar illa við. Í október árið 2024 kærði hann CBS News fyrir að hafa átt við viðtal við Kamala Harris, mótframbjóðanda hans, í þættinum 60 minutes. Þáttastjórnendur áttu að hafa látið svör Harris hljóma betur en þau voru í raun. Þá lögsótti hann einnig New York Times og þrjá blaðamenn miðilsins fyrir falskar fréttir um hann sem voru birtar í blaðinu. Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Málið varðar myndskeið sem var birt í fréttaskýringarþætti á vegum BBC Panorama en þar var tveimur ræðubútum Donalds Trump skeytt saman í klippingu þáttarins. Með því að klippa saman ræðubútana hljómaði eins og hann hefði hvatt til óeirðanna þann 6. janúar við bandaríska þinghúsið með beinni hætti en hann gerði. Í kjölfarið létu bæði Tim Davie forstöðumaður og Deborah Turness fréttastjóri af störfum. Fjölmiðillinn Daily Telegraph birti ítarlega umfjöllun um málið og sagði að með henni hefði slagsíða breska ríkisútvarpsins í umfjöllun um átök í Palestínu komið í ljós. Fréttaskýran ber nafnið Trump: A Second Chance? og var birt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra þar sem Trump sigraði. Í bréfi ritað af Alejandro Brito, einum lögfræðinga Trumps, sem NYT hefur undir höndum, segir að Trump vilji að fréttaskýringarþátturinn verði afturkallaður í heild sinni, hann beðinn afsökunar og fengi greiðslu til að bæta skaðann sem hann varð fyrir. Uppfylli breska ríkisútvarpið ekki þessa skilmála neyðist Trump til að lögsækja fjölmiðilinn og krefst hann milljarðs dollara, tæpa 127 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur. Ef forsvarsmenn BBC hafa ekki brugðist við fyrir klukkan fimm næsta föstudag, tíu á föstudagskvöld á íslenskum tíma, mun Trump kæra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hótar að lögsækja fjölmiðla og fréttamenn sem honum líkar illa við. Í október árið 2024 kærði hann CBS News fyrir að hafa átt við viðtal við Kamala Harris, mótframbjóðanda hans, í þættinum 60 minutes. Þáttastjórnendur áttu að hafa látið svör Harris hljóma betur en þau voru í raun. Þá lögsótti hann einnig New York Times og þrjá blaðamenn miðilsins fyrir falskar fréttir um hann sem voru birtar í blaðinu.
Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent