Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2025 08:00 Veruleg hefur dregið úr innlögnum erlendis þar sem Beyfortus hefur verið tekið í notkun. Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi. Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi.
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira