Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2025 08:00 Veruleg hefur dregið úr innlögnum erlendis þar sem Beyfortus hefur verið tekið í notkun. Ef áhrif af notkun mótefnisins nirsevimab við RSV veirunni verða svipuð hér og þau hafa verið erlendis má búast við því að verulega muni draga úr álagi og kostnaði í heilbrigðisþjónustunni vegna RSV. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi. Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svörum heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um bólusetningu gegn RSV-veirunni. Þar segir að gera megi ráð fyrir því að þeim börnum á fyrsta aldursári sem leita til heilsugæslunnar eða barnalæknaþjónustu vegna veirulungnabólgu og berjulungnabólgu muni fækka úr um eða yfir 500 í undir 300. Þá muni þeim fjölskyldum sem þurfa að sinna börnum sínum á fyrsta ári á sjúkrahúsi vegna RSV fækka úr fjörtíu í tíu til fimmtán. Legudögum barna þessara fjölskyldna á sjúkrahúsi muni fækka úr 180 í 30. „Þessar áætlanir byggjast á því að þátttaka í þessum bólusetningum verði nær almenn en ef þátttaka er síðri verða áhrifin mun minni þar sem engra hjarðáhrifa er að vænta við bólusetningar af þessu tagi,“ segir í svörunum. Mótefni ekki bóluefni Heilbrigðisráðherra ítrekar að lyfið Beyfortus (nirsevimab) sé í raun mótefni þótt að talað sé um bólusetningu til einföldunar. Það verði í boði fyrir öll börn sem fæðast nú í vetur og fram til 31. mars 2026. Þó sé hugsanlegt að notkun efnisins verði hætt fyrr ef RSV-tímabilinu lýkur snemma. „Börn sem fæðast 1. maí 2025 eða síðar geta fengið mótefnið, auk barna 6–23 mánaða sem Barnaspítali Hringsins hefði að öðrum kosti boðað í mánaðarlegar lyfjagjafir með palivizumab (Synagis) yfir RSV-tímabilið. Börn sem fæddust frá 1. maí 2025 til 30. september 2025 fá nirsevimab á heilsugæslu. Börn fædd 1. október 2025 til u.þ.b. 31. mars 2026 munu fá nirsevimab á fæðingardeild, vökudeild, við 5 daga skoðun eða á heilsugæslu samkvæmt skipulagi þeirrar stofnunar þar sem þau fæðast eða fá heilbrigðisþjónustu fyrstu vikurnar.“ Áhrif ónæmisaðgerðanna verða metin að loknum tveimur RSV-tímabilum. RSV-veiran, einnig kölluð RS-veira, gengur í faröldrum yfir vetrartímann og veldur sýkingum hjá öllu fólki en er líklegust til að valda innlögnum hjá börnum undir sex mánaða og eldra fólki með hjarta- og lungnasjúkdóma. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum með miklum hósta og öndunarerfiðleikum og þá er nokkuð algengt er að börnin fái aðrar sýkingar ofan í RSV-sýkingar og þá er algengt að gefa þurfi sýklalyf. Börnum með alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál hefur hingað til verið gefið annað mótefni, palivizumab, en það er dýrt og erfitt í notkun, þar sem gefa þarf endurtekna skammta á sjúkrahúsi.
Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira