Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Jón Stein­dór að­stoðar Daða Má

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­ráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir

Ríkisráð mun ekki koma saman á Bessastöðum á morgun til fundar eins og hefð er fyrir á gamlársdag. Það var talið óþarfi að funda svo stuttu eftir að ný ríkisstjórn var mynduð og ríkisráð kom saman síðast 21. desember. Þing hefur ekki komið saman eftir kosningar og því engin mál til að afgreiða að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Bestu augna­blikin úr Kryddsíldinni

Kryddsíld verður á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 14:00 á gamlársdag, líkt og síðustu þrjátíu og fjögur ár. Þátturinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Hafa þegar brugðist við mörgum á­bendingum um­boðs­manns um Stuðla

Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ís­land og blessuð krónan?

Ný ríkisstjórn er tekin til starfa og hyggst halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að kanna hug þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu (ESB) á kjörtímabilinu. Eða eins og stendur í stefnuyfirlýsingu hennar: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu fer fram eigi síðar en árið 2027.“

Skoðun
Fréttamynd

Verið að at­huga frekari þvingunar­að­gerðir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrasaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er al­ger­lega galið“

„Þetta er algerlega galið,“ sagði Eyjólfur Ármannsson, þingmður Flokks fólksins og nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Útvarpi Sögu 12. september síðastliðinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Mette óskaði Krist­rúnu til hamingju

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins.

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­mál sem ríkis­stjórnin fær í arf

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem beitti sér gegn því að Alþingi samþykkti bókun 35 við EES samninginn ætlar að styðja bókunina þegar hún verður lögð fram af núverandi ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem nú ríki hjá embætti ríkissaksóknara ekki geta varað lengi.

Innlent
Fréttamynd

Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026

Forsætisráðherra segir að ekki verði mikið hróflað við fjárlögum næsta árs enda forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og vöxtum. Fjármunir verði þó tryggðir til að bæta meðferðarúrræði og ekki væri hægt að búa við þá kjaragliðnun sem átt hafi sér stað milli bóta almannatrygginga og lægstu launa í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Segir ríkis­stjórnarsátt­málana keim­líka

Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðilögin barn síns tíma

Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir hvalveiðilögin barn síns tíma. Hún geri sér grein fyrir því að hvalveiðar séu mikið hitamál. 

Innlent
Fréttamynd

Endur­skoða lög um hval­veiðar á kjör­tíma­bilinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína.

Innlent
Fréttamynd

Inga tók jóla­lag á fyrsta fundi

Fyrsti ríkisstjórnarfundur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur var haldinn nú í morgun. Glatt var á hjalla og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, var kát og brast hún í söng.

Innlent
Fréttamynd

Nýir ráð­herrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra segjast spenntar takast á við verkefnum nýrrar ráðuneyta. Áherslumál þeirra eru til dæmis að efla læsi, íslenskukennslu fyrir innflytjendur og löggæslu. Þær segja það hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórn að efla samvinnu og finna sameiginlega snertifleti.

Innlent
Fréttamynd

Ný ríkis­stjórn fundar í dag

Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun í dag eiga sinn fyrsta formlega fund sem ríkisstjórn. Fundurinn hefst klukkan 9.30 og verður á Hverfisgötu þar sem ríkisstjórnin hefur átt sína reglulegu fundi síðustu vikur. 

Innlent
Fréttamynd

Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessa­stöðum til varnar

Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.

Lífið
Fréttamynd

Tvö tröll­vaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn

Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

„Heimsins furðu­legasti fiskur“ af­hentur í fjár­mála­ráðu­neytinu

„Ég mun verða með aðhald í þinginu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson um leið og hann færði nýjum fjármála- og efnahagsráðherra lyklavöld og blómvönd í ráðuneytinu í dag. Daði Már Kristófersson færði Sigurði Inga hins vegar lesefni, Álabókina eftir Patrik Svensson, sem er saga um „heimsins furðulegasta fisk,“ líkt og segir á kápu bókarinnar. „Ég vona að þú hafir jafn gaman að henni og ég hafði,“ sagði Daði.

Innlent
Fréttamynd

Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera.

Innlent
Fréttamynd

„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“

Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsti læknirinn í heil­brigðis­ráðu­neytinu

Alma D. Möller fyrrverandi landlæknir tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu í dag frá Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Hún segir tilfinninguna að taka við ráðuneytinu ótrúlega og hlakkar til að læra og takast á við nýja hluti. Hún er fyrsti læknirinn sem verður heilbrigðisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“

Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ein allra besta jóla­gjöfin“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, afhenti í dag Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, nýjum utanríkisráðherra, lyklana að ráðuneytinu. Vel fór á með þeim og gaf Þórdís Þorgerði einnig ljóð eftir Árna Grétar Finnsson, sem Þorgerður sagði eina þá allra bestu jólagjöf sem hún hafi fengið.

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit að þér mun sömu­leiðis líða vel hér“

Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, afhenti Kristrúnu Frostadóttur, nýjum forsætisráðherra, lyklana að Stjórnarráðinu í dag. Við afhendingu lyklanna sagðist Bjarni vona að Kristrún næði góðum árangri í störfum sínum.

Innlent