
KKÍ

Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“
Pekka Salminen var í dag ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta til næstu fjögurra ára. Finninn reynslumikli er afar spenntur fyrir starfinu.

Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari
Finninn Pekka Salminen hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við KKÍ.

Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig
Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KKÍ þar sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta var kynntur.

Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið
Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni.

Uppselt á úrslitaleik KR og Vals
Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta
Nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands segir framtíðina bjarta í greininni. Hann vonast til að finna langtíma lausn varðandi erlenda leikmenn hér á landi.

Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ
Gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands voru veitt á ársþinginu á Grand Hótel Reykjavík í gær.

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Kristinn Albertsson var í dag kjörinn nýr formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ.

Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið
Jóhanna Jakobsdóttir, formaður Körfuknattleiksdeildar Aþenu, átti endurkomu á KKÍ þingið í dag og var vel tekið.

Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn
Körfuknattleiksþing samþykkti í dag tillögu um að það verði í höndum stjórnar KKÍ að hefja vinnu við breytingu á reglugerð um erlenda leikmenn fyrir Körfuknattleikssamband Íslands.

Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu
Fulltrúar Aþenu á Körfuknattleiksþinginu vildu fá að bæta við tillögu á KKÍ þinginu eftir að frestur til þess var runninn út. Þingið kaus því um hvort ætti að taka hana tillöguna fyrir á þinginu en það var fellt.

Svona var þing KKÍ
Ársþing Körfuknattleiksamabands Íslands árið 2025 fer fram á Grand hótel í dag og það er hægt að fylgjast með þinginu í beinni.

Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert
Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma.

Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ
Í aðdraganda Körfuknattleiksþings sem fram fer á morgun komu gestir á fund stjórnar KKÍ og greindu frá ósæmilegri hegðun í þeirra garð af hálfu einstaklings innan íþróttahreyfingarinnar.

Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur
Kristinn Óskarsson er ekki bara einn besti körfuboltadómari Íslands því hann er einnig einn sá leikreyndasti. Hann hefur sterka skoðun á nýrri tillögu fyrir komandi ársþing Körfuknattleikssambands Íslands.

Benedikt hættur með kvennalandsliðið
Eftir sex ár í starfi er Benedikt Guðmundsson hættur sem þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta.

Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fer fram eftir rúmar tvær vikur og þar verður ekki aðeins kosið um nýjan formann. Það liggja fyrir tillögur um að fjölga leikjum í úrvalsdeild karla og þá má einnig búast við umræðu um erlenda leikmann eins og venjulega.

Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“
Áhuginn er mikill hjá gestgjafaþjóðum EM í körfubolta að fá Ísland í sinn riðil að sögn Hannesar S. Jónssonar, framkvæmdastjóra KKÍ, sem bindur vonir við að með sæti á stórmóti verði íslenskur körfubolti á toppnum er kemur að fjárframlagi til landsliðsstarfsins.

Slagur um stól formanns KKÍ
Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks toppkörfubolta (ÍTK), tilkynnti í dag um framboð til formanns Körfuknattleikssambands Íslands. Þar með er ljóst að tveir menn koma til greina í kjörinu.

Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ
Kristinn Albertsson hefur samkvæmt heimildum Vísis ákveðið að bjóða sig fram til formanns Körfuknattleikssambands Íslands.

Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum hve mikið líf var á félagaskiptamarkaðnum í íslenskum körfubolta þar til að glugginn lokaðist á dögunum. Samtals greiddu íslensku félögin um 44 milljónir króna í gjöld til KKÍ vegna félagaskipta og leikheimilda erlendra leikmanna.

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs
Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ
Guðbjörg Norðfjörð mun ekki gefa áfram kost á sér formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Þessu greindi hún frá á Facebook-síðu sinni í kvöld, laugardag.

Drungilas í eins leiks bann
Adomas Drungilas, leikmaður körfuboltaliðs Tindastóls, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd vegna háttsemi sinnar í leik gegn Álftanesi í Bónus deild karla.

Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane
Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleiksambands Íslands hefur tekið fyrir mál Grindvíkingsins DeAndre Kane og leikmaðurinn sleppur við leikbann.

Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag
Það er ekki bara íslenska kvennalandsliðið sem á verkefni í forkeppni EuroBasket í kvöld. Körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson mun dæma leik Finnlands og Slóveníu sem fer fram í Helsinki.

Hannes í leyfi
Framkvæmdastjóri Körfuknattleikssamband Íslands fer í leyfi á morgun og snýr ekki til baka fyrr en í desember.

Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ
Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi.

Engir eftirmálar af látunum í Smáranum
Engir eftirmálar verða af látunum sem urðu í Smáranum á föstudagskvöldið eftir leik Grindavíkur og ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta. Misjafnar meiningar eru í málinu.

„Sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp“
Mikil ánægja ríkir hjá Körfuknattleikssambandi Íslands með nýja samninginn við Bónus. Efstu deildir karla og kvenna munu bera nafn Bónus næstu þrjú árin hið minnsta.