Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 11:36 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Vísir/Arnar Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira