„Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2026 08:02 Frá leik Stjörnunnar og Grindavíkur í bikarnum í gærkvöldi. Vísir/Diego Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, skrifaði pistil um helgina þar sem hann kallar eftir meiri peningum í íslenskt íþróttastarf og ber tölurnar saman við gríðarstórar upphæðir sem fara í að styrkja erlend kvikmyndafyrirtæki hér á landi. Grímur Atlason, vel þekktur stjórnarmaður Körfuknattleiksdeildar Vals, hefur líka lagt til málanna í peningamálum körfuboltans hér á landi. Grímur er mikill áhugamaður um körfubolta og hefur verið sjálfboðaliði innan körfuboltahreyfingarinnar í sextán ár. Uppsöfnuð íþróttaskuld umtalsverð Kristinn telur að uppsöfnuð íþróttaskuld sé orðin umtalsverð. „Það er því vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild,“ skrifaði Kristinn í sínum pistli. „Mér þætti sömuleiðis gott að heyra uppbyggilegan rökstuðning fyrir því af hverju framlög til kvikmyndagerðar, sem að stærstum hluta renna til hagnaðardrifinna erlendra fyrirtækja, ættu að vera 6,6 milljarðar samanborið við 1,5 milljarð til íþróttastarfs sem eru óhagnaðardrifin almannaheillafélög og að stærstum hluta borin uppi af sjálfboðaliðum,“ skrifaði Kristinn en það má lesa allan pistil hans hér. Grímur skrifaði pistil sinn inn á Vísi þar sem hann tekur fyrir pistil formannsins. Kristinn talaði um „Íþróttaskuld“ í sínum pistli en fyrirsögnin á pistli Gríms er „Íþróttasukk“. Grímur segist stundum tjá sig um íþróttapólitík en hann er á allt öðrum nótum í sinni grein en grein formannsins. „Kristinn fullyrðir í greininni að kvikmyndagerð á Íslandi hafi árið 2025 notið 340% hærri framlaga frá hinu opinbera en íþróttirnar,“ byrjar Grímur pistil sinn og heldur áfram. Hið opinbera svelti hreyfinguna „Hann spyr hvers vegna erlend fyrirtæki fái endurgreiðslur úr ríkissjóði á meðan íþróttahreyfingin, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum almannaheillafélögum, fái miklu minna. Kristinn talar um hið mikilvæga forvarnarstarf sem íþróttahreyfingin sinnir og hve alvarlegt það sé hve hið opinbera svelti hreyfinguna,“ skrifar Grímur. Kristinn hefur áhyggjur af því að sjálfboðaliðar séu að hverfa úr hreyfingunni en Grímur er með aðra skoðun á því af hverju það sé. Ástæðurnar innan hreyfingarinnar sjálfrar „Sjálfboðaliðar eru ekki að hverfa frá íþróttahreyfingunni vegna skorts á framlögum hins opinbera. Ástæðurnar er því miður að finna innan hreyfingarinnar sjálfrar og þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið sl. ár. Körfuboltinn á Íslandi er líklega langbesta dæmið um þetta,“ skrifar Grímur og heldur áfram: „Algjörlega ósjálfbær rekstur meistaraflokka, þar sem erlendir atvinnumenn hafa verið í nær öllum hlutverkum, hefur valdið gríðarlegum breytingum á umhverfi íþróttarinnar. Brottfall íslenskra leikmanna, leikmannanna sem almannaheillafélögin eru stofnuð í kringum, hefur verið mikið sl. átta ár. Sjálboðaliðarnir, sem Kristinn segir vera að hrökklast frá, koma hins vegar oftar en ekki til liðs við íþróttirnar í gegnum iðkendurna, þá sjálfa eða aðstandendur þeirra,“ skrifar Grímur. Hafi hunsað ákvörðun þings Grímur segir stjórn KKÍ, með formanninn í broddi fylkingar, hafi hunsað ákvörðun þings körfuknattleikshreyfingarinnar vorið 2025 þar sem að mati Gríms höfðu félögin reynt að vinda ofan af því villta vestri sem ríkti á leikmannamarkaðnum. „Vandi íþróttahreyfingarinnar liggur ekki í ónógu fjárframlagi frá stjórnvöldum, heldur liggur vandinn að langmestu leyti í ósjálfbærum rekstri og skammsýni. Íþróttaskuldin er vissulega raunveruleg en hún er við ungt íþróttafólk sem forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa gleymt að er í raun eini tilgangur hennar að starfa fyrir,“ skrifar Grímur en það má lesa allan pistil hans hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Grímur Atlason, vel þekktur stjórnarmaður Körfuknattleiksdeildar Vals, hefur líka lagt til málanna í peningamálum körfuboltans hér á landi. Grímur er mikill áhugamaður um körfubolta og hefur verið sjálfboðaliði innan körfuboltahreyfingarinnar í sextán ár. Uppsöfnuð íþróttaskuld umtalsverð Kristinn telur að uppsöfnuð íþróttaskuld sé orðin umtalsverð. „Það er því vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild,“ skrifaði Kristinn í sínum pistli. „Mér þætti sömuleiðis gott að heyra uppbyggilegan rökstuðning fyrir því af hverju framlög til kvikmyndagerðar, sem að stærstum hluta renna til hagnaðardrifinna erlendra fyrirtækja, ættu að vera 6,6 milljarðar samanborið við 1,5 milljarð til íþróttastarfs sem eru óhagnaðardrifin almannaheillafélög og að stærstum hluta borin uppi af sjálfboðaliðum,“ skrifaði Kristinn en það má lesa allan pistil hans hér. Grímur skrifaði pistil sinn inn á Vísi þar sem hann tekur fyrir pistil formannsins. Kristinn talaði um „Íþróttaskuld“ í sínum pistli en fyrirsögnin á pistli Gríms er „Íþróttasukk“. Grímur segist stundum tjá sig um íþróttapólitík en hann er á allt öðrum nótum í sinni grein en grein formannsins. „Kristinn fullyrðir í greininni að kvikmyndagerð á Íslandi hafi árið 2025 notið 340% hærri framlaga frá hinu opinbera en íþróttirnar,“ byrjar Grímur pistil sinn og heldur áfram. Hið opinbera svelti hreyfinguna „Hann spyr hvers vegna erlend fyrirtæki fái endurgreiðslur úr ríkissjóði á meðan íþróttahreyfingin, sem samanstendur af óhagnaðardrifnum almannaheillafélögum, fái miklu minna. Kristinn talar um hið mikilvæga forvarnarstarf sem íþróttahreyfingin sinnir og hve alvarlegt það sé hve hið opinbera svelti hreyfinguna,“ skrifar Grímur. Kristinn hefur áhyggjur af því að sjálfboðaliðar séu að hverfa úr hreyfingunni en Grímur er með aðra skoðun á því af hverju það sé. Ástæðurnar innan hreyfingarinnar sjálfrar „Sjálfboðaliðar eru ekki að hverfa frá íþróttahreyfingunni vegna skorts á framlögum hins opinbera. Ástæðurnar er því miður að finna innan hreyfingarinnar sjálfrar og þeirra ákvarðana sem hún hefur tekið sl. ár. Körfuboltinn á Íslandi er líklega langbesta dæmið um þetta,“ skrifar Grímur og heldur áfram: „Algjörlega ósjálfbær rekstur meistaraflokka, þar sem erlendir atvinnumenn hafa verið í nær öllum hlutverkum, hefur valdið gríðarlegum breytingum á umhverfi íþróttarinnar. Brottfall íslenskra leikmanna, leikmannanna sem almannaheillafélögin eru stofnuð í kringum, hefur verið mikið sl. átta ár. Sjálboðaliðarnir, sem Kristinn segir vera að hrökklast frá, koma hins vegar oftar en ekki til liðs við íþróttirnar í gegnum iðkendurna, þá sjálfa eða aðstandendur þeirra,“ skrifar Grímur. Hafi hunsað ákvörðun þings Grímur segir stjórn KKÍ, með formanninn í broddi fylkingar, hafi hunsað ákvörðun þings körfuknattleikshreyfingarinnar vorið 2025 þar sem að mati Gríms höfðu félögin reynt að vinda ofan af því villta vestri sem ríkti á leikmannamarkaðnum. „Vandi íþróttahreyfingarinnar liggur ekki í ónógu fjárframlagi frá stjórnvöldum, heldur liggur vandinn að langmestu leyti í ósjálfbærum rekstri og skammsýni. Íþróttaskuldin er vissulega raunveruleg en hún er við ungt íþróttafólk sem forsvarsmenn hreyfingarinnar hafa gleymt að er í raun eini tilgangur hennar að starfa fyrir,“ skrifar Grímur en það má lesa allan pistil hans hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum