Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2026 13:02 Brynjar Karl Sigurðsson, stofnandi Aþenu, hefur ýmislegt við pistil formanns KKÍ, Kristins Albertssonar, að athuga. vísir/sigurjón/anton Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson gerir athugasemdir við málflutning Kristins Albertssonar, formanns KKÍ, í pistli á Vísi. Á laugardaginn birtist grein Kristins á Vísi sem ber heitið „Íþróttaskuld.“ Þar furðar hann sig á því af hverju kvikmyndageirinn á Íslandi fái mun hærri fjárframlög úr ríkissjóði en íslenskar íþróttir. „Það er því vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild,“ skrifar Kristinn í pistlinum. Kristinn segir jafnframt að vá sé fyrir dyrum því sjálfboðaliðum, sem íslenskt íþróttalíf treysti mikið á, fari fækkandi og íþróttafélög séu mörg hver í vandræðum vegna þessa brottfalls. „Það er mikil hætta á því að þátttaka í íþróttum muni minnka af þessum sökum og íþróttir verði ekki lengur fyrir alla, óháð stétt og efnahag, heldur fyrir þá efnameiri. Það má bara ekki gerast og því brýnt að spyrna við fótum og takast á við íþróttaskuldina, áður en skaðinn verður enn meiri og jafnvel óafturkræfur,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Byrjum á sannleikanum Í pistlinum „Forgangsröðunarskuld“ svarar Brynjar Karl pistli Kristins og segir holan hljóm í málflutningi hans. „Það er alltaf sama lagið úr Laugardalnum. Núna er komið nýtt tísku-væl frá formanni KKÍ: „Íþróttaskuld. Sjálfboðaliðar að klárast. Ríkið verður að borga.“ Og ég segi: já—en byrjum á sannleikanum. Ekki PR,“ byrjar Brynjar Karl pistil sinn sem má lesa hér fyrir neðan. Brynjar Karl segir ekki hægt að tala um íþróttir sem eina heild því stór munur sé á eins konar atvinnumennsku annars vegar og íþróttum barna hins vegar. Tilgangurinn með þeim sé allt annar. Sjálfboðaliðinn er vaknaður „Það er himinn og haf á milli boltagreinanna sem eru orðnar peningagreinar—með atvinnuvæðingu, innfluttu vinnuafli og titlapressu—og íþrótta sem eru ekki peningagreinar og lifa á félagslegu gildi og aðgengi barna. Ef við ætlum að vera heiðarleg, þá verðum við að aðskilja þessa heima,“ skrifar Brynjar Karl. Umræðan um erlenda leikmenn í íslenska körfuboltanum hefur verið mikil undanfarin ár.vísir/vilhelm „Sjálfboðaliðinn er ekki „þreyttur“. Sjálfboðaliðinn er vaknaður. Fólk er farið að fatta fáránleikann: við erum með efstu félög sem setja milljónir (og meira) í Íslandsmót í aðkeyptu vinnuafli, á sama tíma og sama kerfi á svo að ganga upp á því að foreldrar mæti og vinni frítt eins og þetta sé félagsheimili 1997. Þetta meikar ekki sens. Og það er ekki mannlegt eðli sem breyttist. Það er umhverfi sem breyttist: meiri atvinnuvæðing í meistaraflokki, meiri kröfur, meiri tilfinning hjá fólki að það sé verið að nýta það. Þannig að ef KKÍ ætlar að tala um sjálfboðaliða, þá þarf KKÍ líka að tala um hvað er verið að borga fyrir hvað og hvar forgangsröðunin er.“ Af hverju er ég að vinna frítt? Brynjar Karl segir að þegar áhersla félaganna sé á íþróttaiðkun barna, „virðisaukandi starf“, laði það sjálfboðaliða að. En þegar tilgangurinn sé árangursdrifinn efist fólk um tilgang þess að gefa vinnu sína til íþróttanna. „Að tala um „íþróttaskuld“ á meðan toppurinn er atvinnuvæddur er eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari. Ef forysta félaga er fyrst og fremst að hugsa um börnin, að þetta sé virðisaukandi starf, þá koma foreldrarnir og sjálfboðaliðarnir allsstaðar frá. Ég sé það daglega. Þegar verkefnið er heiðarlegt og skýrt, þá mætir fólk. En þegar allt snýst um titla, import, „við verðum að vera í topp-4“ og sífellda pólitík, þá fer fólk að spyrja: „Af hverju er ég að vinna frítt svo einhver annar geti keypt sér sigur?“ Brynjar Karl er stofnandi og þjálfari Aþenu.vísir/anton Brynjar Karl segist sammála Kristni um mikilvægi íþrótta í samfélaginu en telur að fjármunirnir sem fara til íþróttahreyfingarinnar eigi að renna til virðisaukandi starfs barna en ekki í „atvinnuvædda toppbaráttu.“ Ríkið eigi ekki að koma nálægt því. Ekki heiðarleg grein „Við megum ekki blanda þessum heimum saman. Það er löngu kominn tími til að þessir heimar verði aðskildir, því félögin ráða einfaldlega ekki við þetta lengur, og það eru engar ýkjur. Það sem við ættum að vera að ræða er t.d. hvernig fjármunum og tækifærum er skipt milli barna — miðað við í hvaða póstnúmeri þau búa,“ skrifar Brynjar Karl. „Ef ríkið og sveitarfélög setja aukið fé inn, þá á það að fara í aðgengi allra barna, sérstaklega þeirra sem búa við skort á félagslegum og fjárhagslegum stuðningi og aðstöðu, í leiðtogaþjálfun barna og í að byggja upp góða þjálfara — ekki bara falleg orð í blaði og samanburð á aðra geira. Afhverju hafa formenn KKÍ aldrei vakið áhuga á þessu. Þess vegna finnst mér þessi grein ekki heiðarleg. Hún notar rétt orð, en sleppir stóra samhenginu sem allir sem eru á jörðinni þekkja vel: atvinnuvæðing á toppnum, pólitík sem étur upp umræðuna, og grasrót sem er látin halda upp ímynd félagana. Ef þetta snýst um börnin, þá verðum við að sýna það í verki. Ekki í næstu grein. Í verki.“ KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Á laugardaginn birtist grein Kristins á Vísi sem ber heitið „Íþróttaskuld.“ Þar furðar hann sig á því af hverju kvikmyndageirinn á Íslandi fái mun hærri fjárframlög úr ríkissjóði en íslenskar íþróttir. „Það er því vonandi ekki ósanngjarnt að spyrja hvort íþróttir ættu ekki í það minnsta að njóta sambærilegs vægis og kvikmyndagerð þegar kemur að opinberum stuðningi, sérstaklega þegar litið er til þess að íþróttahreyfingin er rekin að stórum hluta af sjálfboðaliðum, þjónar öllum aldurshópum og hefur áhrif á heilsu og lífsgæði þjóðarinnar í heild,“ skrifar Kristinn í pistlinum. Kristinn segir jafnframt að vá sé fyrir dyrum því sjálfboðaliðum, sem íslenskt íþróttalíf treysti mikið á, fari fækkandi og íþróttafélög séu mörg hver í vandræðum vegna þessa brottfalls. „Það er mikil hætta á því að þátttaka í íþróttum muni minnka af þessum sökum og íþróttir verði ekki lengur fyrir alla, óháð stétt og efnahag, heldur fyrir þá efnameiri. Það má bara ekki gerast og því brýnt að spyrna við fótum og takast á við íþróttaskuldina, áður en skaðinn verður enn meiri og jafnvel óafturkræfur,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Byrjum á sannleikanum Í pistlinum „Forgangsröðunarskuld“ svarar Brynjar Karl pistli Kristins og segir holan hljóm í málflutningi hans. „Það er alltaf sama lagið úr Laugardalnum. Núna er komið nýtt tísku-væl frá formanni KKÍ: „Íþróttaskuld. Sjálfboðaliðar að klárast. Ríkið verður að borga.“ Og ég segi: já—en byrjum á sannleikanum. Ekki PR,“ byrjar Brynjar Karl pistil sinn sem má lesa hér fyrir neðan. Brynjar Karl segir ekki hægt að tala um íþróttir sem eina heild því stór munur sé á eins konar atvinnumennsku annars vegar og íþróttum barna hins vegar. Tilgangurinn með þeim sé allt annar. Sjálfboðaliðinn er vaknaður „Það er himinn og haf á milli boltagreinanna sem eru orðnar peningagreinar—með atvinnuvæðingu, innfluttu vinnuafli og titlapressu—og íþrótta sem eru ekki peningagreinar og lifa á félagslegu gildi og aðgengi barna. Ef við ætlum að vera heiðarleg, þá verðum við að aðskilja þessa heima,“ skrifar Brynjar Karl. Umræðan um erlenda leikmenn í íslenska körfuboltanum hefur verið mikil undanfarin ár.vísir/vilhelm „Sjálfboðaliðinn er ekki „þreyttur“. Sjálfboðaliðinn er vaknaður. Fólk er farið að fatta fáránleikann: við erum með efstu félög sem setja milljónir (og meira) í Íslandsmót í aðkeyptu vinnuafli, á sama tíma og sama kerfi á svo að ganga upp á því að foreldrar mæti og vinni frítt eins og þetta sé félagsheimili 1997. Þetta meikar ekki sens. Og það er ekki mannlegt eðli sem breyttist. Það er umhverfi sem breyttist: meiri atvinnuvæðing í meistaraflokki, meiri kröfur, meiri tilfinning hjá fólki að það sé verið að nýta það. Þannig að ef KKÍ ætlar að tala um sjálfboðaliða, þá þarf KKÍ líka að tala um hvað er verið að borga fyrir hvað og hvar forgangsröðunin er.“ Af hverju er ég að vinna frítt? Brynjar Karl segir að þegar áhersla félaganna sé á íþróttaiðkun barna, „virðisaukandi starf“, laði það sjálfboðaliða að. En þegar tilgangurinn sé árangursdrifinn efist fólk um tilgang þess að gefa vinnu sína til íþróttanna. „Að tala um „íþróttaskuld“ á meðan toppurinn er atvinnuvæddur er eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari. Ef forysta félaga er fyrst og fremst að hugsa um börnin, að þetta sé virðisaukandi starf, þá koma foreldrarnir og sjálfboðaliðarnir allsstaðar frá. Ég sé það daglega. Þegar verkefnið er heiðarlegt og skýrt, þá mætir fólk. En þegar allt snýst um titla, import, „við verðum að vera í topp-4“ og sífellda pólitík, þá fer fólk að spyrja: „Af hverju er ég að vinna frítt svo einhver annar geti keypt sér sigur?“ Brynjar Karl er stofnandi og þjálfari Aþenu.vísir/anton Brynjar Karl segist sammála Kristni um mikilvægi íþrótta í samfélaginu en telur að fjármunirnir sem fara til íþróttahreyfingarinnar eigi að renna til virðisaukandi starfs barna en ekki í „atvinnuvædda toppbaráttu.“ Ríkið eigi ekki að koma nálægt því. Ekki heiðarleg grein „Við megum ekki blanda þessum heimum saman. Það er löngu kominn tími til að þessir heimar verði aðskildir, því félögin ráða einfaldlega ekki við þetta lengur, og það eru engar ýkjur. Það sem við ættum að vera að ræða er t.d. hvernig fjármunum og tækifærum er skipt milli barna — miðað við í hvaða póstnúmeri þau búa,“ skrifar Brynjar Karl. „Ef ríkið og sveitarfélög setja aukið fé inn, þá á það að fara í aðgengi allra barna, sérstaklega þeirra sem búa við skort á félagslegum og fjárhagslegum stuðningi og aðstöðu, í leiðtogaþjálfun barna og í að byggja upp góða þjálfara — ekki bara falleg orð í blaði og samanburð á aðra geira. Afhverju hafa formenn KKÍ aldrei vakið áhuga á þessu. Þess vegna finnst mér þessi grein ekki heiðarleg. Hún notar rétt orð, en sleppir stóra samhenginu sem allir sem eru á jörðinni þekkja vel: atvinnuvæðing á toppnum, pólitík sem étur upp umræðuna, og grasrót sem er látin halda upp ímynd félagana. Ef þetta snýst um börnin, þá verðum við að sýna það í verki. Ekki í næstu grein. Í verki.“
KKÍ Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum