
Barnalán

Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn
Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn fékk nafnið Sólbjörn.

Var orðið að spurningu um líf og dauða
„Mér fannst ég ekki nógu grönn til að vera með átröskun sem lýsir því hvað ég var á vondum stað. Svo fannst mér svo mikil klisja að hafa farið út að vinna sem módel og komið heim með átröskun. En þetta er svo ruglað, ég var fimmtán ára þegar ég fékk að heyra fyrst að ég þyrfti að grenna mig ef ég vildi vinna úti,“ segir fyrirsætan og tölvunarfræðingurinn Liv Benediktsdóttir.

Aron Kristinn orðinn pabbi
Aron Kristinn Jónasson, söngvari og athafnamaður, og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa eignast dóttur.

Rósa og Hersir orðin foreldrar
Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eignuðust dreng þann 30. júní síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs
„Þær voru flestar áratugi eldri en ég og með gjörólíkar áskoranir í sínum veikindum Ég var að missa af útskriftarveislum og þurfti að útskýra fyrir glænýjum kærasta að ég væri á leið í lyfjameðferð,“ segir Guðrún Blöndal, eða Gunna eins og hún er oftast kölluð. Gunna greindist með Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein snemma árs 2022, þá aðeins 21 árs gömul.

Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn
Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, og kærasti hennar Halldór Karlsson fatahönnuður, hafa gefið dóttur sinni nafn. Stúlkan fékk nafnið Kolbrún Kría. Frá þessu greinir parið í færslu á samfélagsmiðlum.

Sonur Rögnu og Árna fæddur
Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Orri Steinn og Sylvía Rós eignuðust stúlku á þjóðhátíðardaginn
Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad og landsliðsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og kærastan hans Sylvía Rós Sigurðardóttir eignuðust stúlku þann 17. júní síðastliðinn. Stúlkan er þeirra fyrsta barn.

„Fallegur fjölskyldusamruni“
Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eiga von á dreng í ágúst. Um er að ræða fyrsta barn parsins. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng
Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, eignuðust frumburð sinn þann 14. júní síðastliðinn. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins.

„Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, og Selma Dögg Björgvinsdóttir, fyrirliði kvennliðs Víkinga, eiga von á sínu þriðja barni saman. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn
Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur, og kærasti hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn þann 17. júní. Drengurinn hlaut nafnið Tindur.

Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir
Leikaraparið Hilmir Snær Guðnason og Vala Kristín Eiríksdóttir eignuðust stúlku þann 30. maí síðastiðinn. Stúlkan hefur fengið nafnið Oddný Lóa Völudóttir.

Rikki G og fjölskylda sprengdu blöðruna
Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og eiginkona hans, Valdís Unnarsdóttir þroskaþjálfi eiga von á stúlku. Hjónin tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum.

Króli og Birta eiga von á barni
Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, og unnusta hans Birta Ásmundsdóttir dansari eiga von á barni.

Enn fjölgar í Hraðfréttafjölskyldunni
Benedikt Valsson, hraðfréttamaður og dagskrárgerðarmaður, og Heiða Björk Ingimarsdóttir dansari og móttökuritari eignuðust sitt þriðja barn þann 30. maí.

Vala Kristín og Hilmir Snær búin að eiga
Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir hafa eignast dóttur.

Aron Kristinn og Lára keyptu nýstárlega miðbæjarperlu
Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal hafa fest kaup á glæsilegri íbúð við Vesturgötu í Reykjavík. Um er að ræða mikið endurnýjaða 103,3 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1956. Kaupverðið nam 96,1 milljón króna.

Birta Líf og Gunnar Patrik gáfu dótturinni nafn
Birta Líf Ólafsdóttir hlaðvarpsstjórnandi og Gunnar Patrik Sigurðsson fasteignasali gáfu þriggja mánaða dóttur sinni nafn. Hún fékk nafnið Elísabet Eva.

Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue
Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt.

Rikki G og Valdís eiga von á barni
Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, jafnan þekktur sem Rikki G, og kona hans Valdís Unnarsdóttir eiga von á barni.

Hersir og Rósa greina frá kyninu
Hersir Aron Ólafsson, forstöðumaður hjá Símanum og fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á dreng. Frá þessu greinir Rósa í færslu á samfélagsmiðlum.

Gurra og Georg hafa eignast litla systur
Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku
Ásgeir Orri Ásgeirsson, lagahöfundur og pródúsent hjá Stop Wait Go, og kærasta hans, Hildur Hálfdánardóttir sálfræðingur, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau eiga von á stúlku sem er væntanleg í heiminn í haust.

Þórhildur greinir frá kyninu
Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á stelpu.

Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs
Molly, dóttir Oasis-söngvarans Liams Gallagher, á von á barni með leikmanni Liverpool, Nathaniel Phillips.

Einar og Milla eiga von á dreng
Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og Milla Ósk Magnúsdóttir, rekstrarstjóri og yfirframleiðandi hjá ACT4, eiga von á dreng. Einar greindi frá því í hjartnæmri færslu á Instagram á mæðradaginn, síðastliðinn sunnudag.

María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar
Listahjónin María Birta Fox og Elli Egilsson Fox eru orðin tveggja barna foreldrar en nýverið bættist lítil stúlka við fjölskylduna. Hjónin greindu frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær.

Arnar og Sara gáfu syninum nafn
Hlauparinn Arnar Pétursson og Sara Björk Þorsteinsdóttir, förðunarfræðingur og ljósmyndari, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi. Drengurinn fékk nafnið Þorsteinn Hrafn.

Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn
Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun.