Lífið

Mari og Njörður eiga von á sumarbarni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Mari og Njörður eiga von á sumarbarni.
Mari og Njörður eiga von á sumarbarni.

Ofurhlauparinn Mari Järsk og Njörður Lúðvíksson, verkefnastjóri hjá Össuri, eiga von á barni í sumar.

Parið greindi frá fréttunum með Instagram- og Facebook-færslum um níuleytið. Þar birti þau myndbönd af sér að segja vinum og fjölskyldu fregnirnar auk myndar af hundinum Brúnu með sónarmyndin.

„Brúna að verða stóra systir í sumar,“ skrifuðu þau við færslurnar en hamingjuóskunum hefur síðan rignt inn.

Mari og Njörður kynntust árið 2022 þegar Mari fór í hreyfingarferð til Tenerife og hann í golfferð. Til stóð að koma honum saman með annarri stelpu en þá hafði kviknað neisti á milli hans og Mari. Þegar heim til Íslands var komið bauð Njörður henni á stefnumót og þá var ekki aftur snúið.

Mari og Njörður hafa fjallað opinskátt um tilraunir sínar til að eignast barn síðastliðin ár, í desember 2024 ræddi blaðamaður Vísir við hlaupakonuna þar sem hún var nýkomin úr eggheimtu vegna óútskýrðrar ófrjósemi. Það er því vafalaust mikil gleði á heimilinu með að þau eigi loksins von á barni.


Tengdar fréttir

„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“

„Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.