Lífið

Sonurinn kominn með nafn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Birta og Króli eru ánægð með soninn og hafa gefið honum nafn.
Birta og Króli eru ánægð með soninn og hafa gefið honum nafn.

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og dansarinn Birta Ásmundsdóttir hafa gefið syni sínum, sem fæddist 29. desember síðastliðinn, nafn.

„Hæ, ég heiti Össur Kári Kristinsson ❤️“ segir í Instagram-færslu með myndaröð af drengnum sem parið birti í gærkvöldi. Bæði bróðir og móðurafi Kristins heita Össur.

Össur litli fæddist 29. desember kl 22:08, aðeins fyrir tímann.

„Hann hefur greinilega tímaskyn pabba síns í ljósi þess að hann kom í heiminn 8 dögum á eftir áætlun. Hann er fyrir utan það algjörlega fullkominn,“ sagði parið um soninn þegar þau greindu frá fæðingarfregnunum fyrir árslok.

Kristinn og Birta eru bæði 99-módel, hafa verið saman í rúmlega sex ár og trúlofuðust jólin 2024. Birta ræddi meðgönguna og listina við Vísi í byrjun desember.


Tengdar fréttir

Sýnilegri í senunni á meðgöngunni

„Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa,“ segir kraftmikli dansarinn Birta Ásmundsdóttir en hún og leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, eiga von á sínu fyrsta barni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.