

Íslenska landsliðið tapaði 2-0 ytra gegn Portúgal í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024. Liðið bætti þó heildarframmistöðu sína mjög eftir slakan leik gegn Slóvakíu síðastliðinn fimmtudag.
Portúgal lagði Ísland 2-0 í lokaleik liðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi sumarið 2024. Portúgal vann alla tíu leiki sína í undankeppninni og lýkur henni því með fullt hús stiga.
„Við vorum helvíti þéttir. Auðvitað fengu þeir einhverja sénsa í endann en frammistaðan, sérstaklega varnarleikurinn, er eitthvað sem við getum byggt á,“ sagði Jón Dagur Þorsteinsson, kantmaður Íslands, eftir 2-0 tapið gegn Portúgal í lokaleik undankeppni EM í fótbolta í kvöld.
„Mér fannst þetta mjög fínt, vörðumst vel og vorum þéttir,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson, varnarmaður Íslands, um 2-0 tap liðsins gegn Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Þrátt fyrir tap sagði Guðlaugur Victor að það væru nokkrir ljósir punktar í frammistöðu kvöldsins.
Ísland tapaði síðasta leik sínum í undankeppni EM 2024 gegn Portúgal ytra, 2-0. Heilt yfir átti íslenska liðið fínan leik og spilaði mun betur en í síðasta leik gegn Slóvakíu. Tveir menn enduðu jafnir með hæstu einkunn, Hákon Rafn og Arnór Sigurðsson. Báðir áttu þeir frábæran leik, en lækkuðu aðeins í einkunn eftir mistök sem leiddu að marki.
Byrjunarlið Íslands fyrir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu er klárt.
Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta heimsækir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lissabon í kvöld. Um er að ræða lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024.
Óvíst er hvort Arnór Ingvi Traustason muni geta tekið þátt í leik Íslands við Portúgal í Lissabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024 í fótbolta.
Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir lokaleik liðsins í undankeppni EM 2024 í kvöld, gegn toppliði Portúgal á útivelli, vera kjörið tækifæri fyrir leikmenn liðsins til þess að sanna að þeir geti gert góða hluti saman. Ísland mætir til leiks með þungt tap fyrir Slóvakíu á bakinu og enga möguleika á að komast upp úr riðlinum. Sigur Portúgal í kvöld mun sjá til þess að liðið vinnur riðilinn með fullt hús stiga.
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari portúgalska karlalandsliðsins í fótbolta, segir sitt lið bera virðingu fyrir íslenska landsliðinu en liðin mætast í lokaumferð undankeppni EM 2024 í Lisabon í kvöld. Á sínum degi geti íslenska landsliðið veitt hvaða liði sem er leik.
Aron Einar Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Íslands sem tilkynntur var fyrir leikinn gegn Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta segist vona að liðið taki tvö skref fram á við gegn Portúgal eftir svekkjandi frammistöðu og þungt tap gegn Slóvakíu, í undankeppni EM á dögunum, sem túlkað var sem skref aftur á bak fyrir liðið. Það sé undir öllum leikmönnum liðsins komið að sýna að þeir séu betri en það sem þeir sýndu í Slóvakíu.
Íslenska U-19 ára landslið drengja mátti þola naumt 1-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM. Sigurmark Frakklands kom mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Lisabon í Portúgal þar sem að liðið á leik gegn heimamönnum á José Alvalade leikvanginum á morgun í lokaumferð undankeppni EM.
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, segir það sér óskiljanlegt hvers vegna ekkert sé búið að gerast í byggingu nýs þjóðarleikvangs og segir það miður að liðið gæti þurft að spila mikilvægan heimaleik utan landssteinanna.
Íslenska landsliðið er nú mætt til Lisabon í Portúgal þar sem framundan er leikur við ansi sterkt lið heimamanna á morgun í lokaumferð undankeppni EM í fótbolta.
Lárusi Orra Sigurðssyni fannst skrítið að skipta Aroni Einari Gunnarssyni inn á í leik Slóvakíu og Íslands í undankeppni EM 2024 í gær.
Kári Árnason, fyrrum landsliðsmaður, var gagnrýnin á spilamennsku íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í 4-2 tapi á móti Slóvakíu í undankeppni EM í gær og þá sérstaklega hvernig íslenska liðið setti upp pressuna.
Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að komast yfir hvarf íslenska liðið einfaldlega og heimamenn gengu á lagið. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ósáttur við það hvernig leikurinn fór, hvernig frammistaðan var og talaði um svartan dag fyrir liðið sitt. Ísland steinlá fyrir Slóvökum 4-2 en það verður að horfa til þess að íslenska liðið átti í fullu tréi við það slóvaska á Laugardalsvelli fyrr á þessu ári.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð í kvöld að horfa upp á Slóvaka fagna sæti á EM 2024, eftir 4-2 tap Íslands í Bratislava. Fjarlægur möguleiki Íslands á að komast upp úr J-riðli er því úr sögunni fyrir lokaleikinn við Portúgal ytra á sunnudag eftir.
„Mér fannst við hafa fína stjórn á þessum leik þangað til að við skorum“, sagði annar markaskorara íslenska liðsins, Orri Steinn Óskarsson, strax eftir leik liðsins gegn Slóvakíu sem tapaðist 4-2 eftir frammistöðu sem var ekki góð á löngum köflum.
Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var að vonum hundsvekktur eftir frammistöðu Íslands í 4-2 tapinu gegn Slóvakíu í Bratislava í kvöld. Tapið þýðir að von Íslands um að komast upp úr J-riðli er endanlega úr sögunni, en Slóvakar fögnuðu EM-sæti.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu steinlá fyrir Slóvakíu fyrr í kvöld á útivelli í undankeppni EM 2024.
„Ekki nógu gott,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu ytra í undankeppni 2024. Jóhann Berg bar fyrirliðaband Íslands í leik kvöldsins.
Ísland tapaði 4-2 fyrir Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2024. Segja má að Craig Pawson, dómari úr ensku úrvalsdeildinni, hafi stolið senunni í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var um almenna uppgjöf að ræða á samfélagsmiðlinum Twitter.
Íslenska U-21 árs landslið drengja í knattspyrna tapaði 1-0 ytra gegn Wales í þriðju umferð undankeppni EM 2025. Ísland hafði unnið fyrstu tvo leiki undankeppninnar.
Kristian Nökkvi Hlynsson er í byrjunarliði Íslands á móti Slóvakíu í undankeppni EM í kvöld en hann er eini nýliðinn í íslenska hópnum.
Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava í undankeppni EM í fótbolta í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan sjö.