Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2024 07:31 Gylfi Þór fagnar marki í leiknum sem hann sló markametið í október í fyrra. Hann hefur ekki spilað síðan. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag. Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir þá landsliðshópinn sinn fyrir leiki á móti Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni en Þjóðadeild UEFA fer aftur á stað í haust. Flestir búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi þar aftur í íslenska landsliðið. Spilaði síðast í október 2023 Gylfi hefur ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í október í fyrra þegar hann bætti markametið með tveimur mörkum á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum. Gylfi skoraði þá sitt 26. og 27. landsliðsmark í sínum átttugasta landsleik og bætti með því markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi Þór Sigurðsson hefur spila 80 A-landsleiki og skorað í þeim 27 mörk.Vísir/Hulda Margrét Síðan eru liðnir rúmir tíu mánuðir og við höfum ekki séð Gylfa klæðast landsliðstreyjunni aftur. Gylfi var ekki með í síðustu tveimur leikjum íslenska liðsins í undankeppni EM sem voru spilaðir í nóvember í fyrra. Hann dró sig út úr hópnum vegna meiðsla. Hann var líka valinn í hópinn fyrir leiki á móti Gvatemala og Hondúras í janúar er gat heldur ekki verið með í því verkefni vegna meiðsla. Fyrst meiddur en svo ekki valinn Í hinum leikjum ársins 2024 var Gylfi síðan ekki valinn í hópinn þar sem að hann var ekki búinn að spila fótbolta í marga mánuði og var án liðs. Hann var því ekki með í umspilinu um sæti á EM, þar sem liðið vann Ísrael en tapaði svo fyrir Úkraínu. Gylfi Þór Sigurðsson þrumar boltanum í netið.Vísir/Hulda Margrét Þá kom fram að Gylfi hafi ekki verið ánægður með að vera ekki valinn. „Ég er ánægður með að hann sé óánægður því það hefur þá þýðingu fyrir hann að spila fyrir Ísland,“ sagði Age aðspurður um ákvörðun sína að velja ekki Gylfa og ummæli hans í kjölfarið í íslenskum fjölmiðlum. Ósanngjarnt fyrir hina „Hann hefur verið lengi frá keppni vegna meiðsla og engan leik spilað 2024. Hann er nýkominn aftur úr meiðslum til æfinga. Við vitum ekki fitnessið hjá honum. Það er ósanngjarnt fyrir hina leikmennina að taka hann inn,“ sagði Age þá. Gylfi var heldur ekki með í maí þegar íslenska liðið vann Englandi og tapaði fyrir Hollandi. Þá sammæltust Gylfi og þjálfarinn Åge Hareide um að hann þyrfti lengri tíma til að koma sér í sitt besta stand. Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Valsmönnum í sumar.vísir/PAWEL Einn af þeim fimm markahæstu Nú hefur Gylfi aftur á móti spilað stóran hluta úr tímabili með Valsmönnum í Bestu deildinni og er í hópi fimm markahæstu manna deildarinnar með átta mörk í fjórtán leikjum. Það ætti því ekkert að koma í veg fyrir að Gylfi verði í hópnum sem tilkynntur verður í dag en við munum fylgjast vel með blaðamannafundi landsliðsþjálfarans í dag.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira