Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 11:30 Orri Steinn Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. „Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
„Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira