Åge eftir tapið í Rotterdam: Höfðum ekki sama hraða og á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2024 21:06 Åge á hliðarlínunni í kvöld. Í bakgrunn má sjá Ronald Koeman, þjálfara Hollands, glotta við tönn. AP Photo/Patrick Post „Það var mikið af þreyttum löppum þarna úti. Virkilega erfitt að spila á móti tveimur góðum landsliðum á svona stuttum tíma, aðeins þrír dagar á milli leikja,“ sagði Åge Hareide eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam í kvöld. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sá aldrei til sólar í Rotterdam þar sem liðið mætti heimamönnum aðeins þremur dögum eftir að það vann frækinn 1-0 sigur á Wembley í Lundúnum. Åge ræddi við Val Pál Eiríksson að leik loknum. Eitt er hversu stutt það er á milli leikja og hitt er að það vantaði nokkra leikmenn í miðvarðarstöðuna hjá Íslandi. Sem dæmi um það stóð Valgeir Lunddal Friðriksson vaktina í miðverði með Sverri Inga Inga stöðu sem hann hefur ekki spilað áður. „Það eru nokkrir leikmenn fjarverandi vegna meiðsla svo við höfðum ekki úr mörgum leikmönnum að velja, það veldur mér miklum áhyggjum [hvað það eru fáir miðverðir sem hægt er að velja úr]. Vonum að allir okkar leikmenn séu klárir í leikina í haust,“ bætti Åge við en þá hefst Þjóðadeildin að nýju. Klippa: Hareide eftir Holland Um Valgeir „Hann spilaði í þriggja manna línu með U-21 árs landsliðinu, hefur hæðina og hraðann. Hann hefur spilað vel sem bakvörður með Häcken en í svæðisvörn skiptir það ekki öllu máli. Átt að þekkja þitt svæði og vita hvað þú þarft að gera. Það er samt ekki hægt að kenna honum um neitt,“ sagði þjálfarinn og benti á að hann hefði stillt Valgeiri upp í miðverði og því væri hægt að kenna sér um frekar. Um Holland og haustið „Liðið var þreytt og við höfðum ekki sama hraða og á Wembley. Svo vil ég hrósa Hollandi. Þeir fengu of mikið pláss en nýttu það vel og komust auðveldlega á bakvið okkur. Við vorum ekki nægilega góðir varnarlega.“ „Það jákvæða er að við höfum spilað tvo virkilega erfiða leiki og náð góðum úrslitum úr öðrum þeirra. Tökum það með okkur inn í leikinn gegn Svartfjallalandi í haust,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli þann 6. september, að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Viðtalið við Åge í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira