Íslenska liðið dettur niður um eitt sæti á listanum þrátt fyrir að hafa unnið enska landsliðið fyrir EM. Liðið tapaði síðan fyrir Hollandi í leiknum á eftir.
Ísland missir upp fyrir sig spútniklið Georgíumanna frá Evrópumótinu í Þýskalandi. Georgía hækkar sig um fjögur sæti.
Íslenska karlalandsliðið var í 72. sæti í apríl og í 73. sætinu í febrúar.
Heimsmeistarar Argentínu eru áfram í efsta sætinu en Evrópumeistarar Spánverja hækka sig um fimm sæti og komast upp í þriðja sætið. Frakkar eru í öðru sætinu.
Englendingar komust upp fyrir Brasilíu og Belgíu og eru nú í fjórða sæti.
Írland hækkar sig um tvö sæti á listanum og upp í 58. sæti en Heimir Hallgrímsson er nýtekinn við liðinu. Jamaíka, gamla lið Heimis, lækkar sig aftur á móti um sex sæti.
Some BIG movements in the latest #FIFARanking! 📈
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 18, 2024