Hlynur er tvítugur varnarsinnaður leikmaður, uppalinn í Breiðablik en lék með Val á síðasta tímabili eftir að hafa verið hjá Bologna á Ítalíu.
Hann fluttist frá Val til Haugesund í desember, skömmu eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við liðinu.
Hlynur hefur hins vegar lítið komið við sögu á yfirstandandi tímabili í Noregi og því ákvað Brommapojkarna að athuga hvort leikmaðurinn væri til sölu.
Það var hann og tilkynnt var um félagaskiptin í gær.
𝗛𝗹𝘆𝗻𝘂𝗿 𝗙𝗿𝗲𝘆𝗿 𝗞𝗮𝗿𝗹𝘀𝘀𝗼𝗻 🤝
— BP (@bpfotboll) July 2, 2024
Den 20-årige isländske landslagsmittbacken Hlynur Freyr Karlsson är klar för BP och ansluter direkt från norska FK Haugesund. Kontraktet är skrivet över de kommande tre säsongerna.
📝 Läs mer på https://t.co/UrXzYC7s7d pic.twitter.com/wdpeJxmEym
Hlynur á að baki einn A-landsleik og 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af 18 fyrir U-19 ára landsliðið.
Brommapojkarna er í 11. sæti efstu deildar í Svíþjóð með 15 stig að loknum 12 leikjum, fimm stigum fyrir ofan fallsæti.