
Landslið kvenna í fótbolta

Karólína Lea: Ég mun ekki sofa mikið í nótt
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi yfir strax á þriðju mínútu gegn Ítölum í dag en átti möguleika á að bæta við marki í síðari hálfleiknum en brást þá bogalistin. Hún var svekkt í leikslok.

Glódís: Óþarfa mark sem við fengum á okkur
Glódís Perla Viggódóttir átti góða vakt í hjarta varnar íslenska landsliðsins í knattspyrnu á mót Ítalíu fyrr í dag. Hún var svekkt með markið sem Ísland fékk á sig og úrslitin en leikurinn endaði 1-1.

Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin.

Of stutt á milli leikja fyrir aldursforseta liðsins
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með frammistöðu Elísu Viðarsdóttur á móti Ítalíu í dag en hún var eini leikmaðurinn sem kom inn í byrjunarliðið.

Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið
Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum.

Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram
Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum.

Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld
Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld.

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu
Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins.

Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil
Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins.

Gylfi Þór var í stúkunni í Manchester í kvöld
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, var á meðal áhorfenda á leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Manchester í kvöld.

Hvað sagði þjóðin á Twitter? | „Sandra geggjuð! Annað bara lélegt.“
Ísland tók á móti Ítalíu í öðrum leik sínum á EM í fótbolta fyrr í dag. Leikar enduðu með jafntefli í svekkjandi leik 1-1. Eins og venja er þá höfðu bæði leikmenn og lærðir skoðun á leiknum, lögðu mat á frammistöðuna og sýndu frá stemmningunni.

Forseti Íslands með í fjörinu á troðfullu Fanzone í Manchester: Myndasyrpa
Það komust færri að en vildu þegar JóiPé & Króli hituðu upp fyrir leik Íslands og Ítalíu á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester í dag.

Elísa inn í byrjunarliðið fyrir Sif
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands sem mætir Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi klukkan 16:00. Elísa Viðarsdóttir kemur inn í liðið fyrir Sif Atladóttur.

Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér
Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni.

Íris Dögg kölluð út í EM-hópinn: Önnur markamannsbreytingin
Það verða bara tveir leikfærir markmenn í hópi íslenska kvennalandsliðsins á móti Ítölum í kvöld. Cecilia Rán Rúnarsdóttir var dottin út fyrir fyrsta leik og nú er ljóst að Telma Ívarsdóttir er líka meidd.

Sjáðu kveðjurnar sem stelpurnar okkar fengu frá fjölskyldum sínum
Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu í dag í afar mikilvægum leik á Evrópumótinu í Englandi.

Aðeins eins mánaða og þriggja mánaða gamlar þegar við unnum síðast Ítali
Það er orðið langt síðan að Ísland vann Ítalíu hjá A-landsliðum kvenna í fótbolta. Þjóðirnar hafa mæst sjö sinnum og eini sigur íslenska liðsins kom fyrir meira en tuttugu árum síðan.

Olga Færseth: „Sigur og ekkert annað sem við þurfum í dag“
Markamaskínan og goðsögnin Olga Færseth er að sjálfsögðu í Englandi þar sem Evrópumót kvenna í fótbolta fer fram. Hún ræddi stuttlega við Svövu Krístínu Grétarsdóttur um leik Íslands og Ítalíu sem hefst klukkan 16.00 í dag.

Sjáðu stemninguna fyrir landsleik Íslands og Ítalíu
Ísland mætir Ítalíu í gríðarlega mikilvægum leik í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta klukkan 16.00 í dag. Íslenska liðið þarf sigur til að eiga raunhæfa möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum
Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti.

Þorsteinn treystir Ólafi Inga: „Ég held að Sara viti ekkert um þetta“
Næsti mótherji íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi er Ítalía sem er enn að jafna sig eftir skell í fyrsta leik.

Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf
Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi.

Vilja fá Guðna forseta aftur á liðshótelið ef þær vinna leikinn
Þorsteinn Halldórsson og Dagný Brynjarsdóttir voru ánægð með heimsóknina sem íslenska kvennalandsliðið fékk á liðshótelið sitt í gær en þar birtust þá Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra.

Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn gegn Ítalíu
Klukkan 15.00 fór fram blaðamannafundur íslenska landsliðsins fyrir leiki Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta.

EM í dag: Ítalir eru með hörku lið
Svava Kristín Grétarsdóttir tók stöðuna á fjölskyldu Sifjar Atladóttur í undirbúningi fyrir næsta leik landsliðsins í nýjasta þætti af EM í dag.

Svekkjandi að ná alla vega ekki að skora úr einu horni af tíu
Ólafur Pétursson er ekki bara markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta heldur hefur hann ábyrgðarmikið hlutverk þegar kemur að föstu leikatriðunum.

Landsliðsþjálfarinn dreginn út á róluvöll
Það voru ekki aðeins leikmenn íslenska landsliðsins sem fengu að hitta sína nánustu á frídegi íslenska landsliðsins í gær því þjálfarateymið fékk líka tíma til að anda.

Stelpurnar fengu frí til að hitta fjölskyldur sínar í gær
Þjálfarateymi Íslands á EM í Englandi bauð sínum stelpum upp á nauðsynlegan dag í gær þar sem þær náðu dýrmætum tíma með sínu besta fólki.

„Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu“
Næsti mótherji íslensku stelpnanna eru Ítalir sem fengu stóran skell á móti Frökkum sama dag og íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Belga.

Aftur meiddist markvörður íslenska landsliðsins á æfingu á EM
Það á ekki eftir markvörðum íslenska kvennalandsliðsins að ganga á Evrópumótinu í Englandi því nú er annar markvörður liðsins meiddur eftir æfingu liðsins.