Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Aron Guðmundsson skrifar 30. júní 2023 08:30 Dagný Brynjarsdóttir, atvinnu- og landsliðskona í fótbolta Vísir/Getty Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. „Það gekk ótrúlega vel hjá okkur fram að jólum en ekki eins vel eftir áramót. Það er margt sem spilar inn í þar, við misstum til að mynda afar góðan aðstoðarþjálfara til karlaliðs Wolves, mér fannst eins og að eftir það höfum við farið að spila verr og hlutirnir gengu ekki eins vel hjá okkur. Auðvitað hefði maður viljað að við hefðum haldið dampi og klárað tímabilið eins og við byrjuðum það en það gekk ekki eftir.“ Átti sitt besta tímabil með West Ham Sjálf átti Dagný afbragðs tímabil og skoraði hún ellefu mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Hamranna sem enduðu í 8. sæti í efstu deild Englands. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma.“ Dagný fagnar í leik með West Ham á síðasta tímabiliVísir/Getty Þá sé álagið á leikmenn í ensku deildinni einnig mjög mikið. „Þetta er mjög erfið deild en á sama tíma ótrúlega gaman að spila í henni. Hún er skipuð mjög sterkum liðum og enginn leikur er auðveldur. Maður þarf að spila mjög vel til þess að fá eitthvað út úr leik á móti liði eins og toppliði á borð við Chelsea en það sama gildir einnig í leikjum við lið sem eru neðar í deildinni. Ef maður spilar ekki vel og af krafti, þá er maður að fara að tapa leiknum. Það er það sem gerir þetta svona extra skemmtilegt, að mínu mati.“ Lítil breidd á leikmannahópi West Ham á síðasta tímabili hafi hins vegar komið í bakið á liðinu. „Oft á tíðum vorum við að spila þrjá leiki á viku og það kom upp tímapunktur á tímabilinu þar sem að ég átti að hvíla í tvo leiki en endaði á því, sökum skakkafalla í leikmannahópi okkar, á því að þurfa að koma inn á. Þetta er hluti af því að spila með liði sem er ekki með breiðan og stóran hóp. Það eru tvær bikarkeppnir á hverju tímabili sem og 22 leikir í deildinni og þá landsleikirnir fyrir mig í þokkabót. Auðvitað er þetta mikið álag en mér gekk mjög vel og í heildina er ég ánægð með mína frammistöðu.“ Vill titla fremur en persónulegar viðurkenningar Og það eru fleiri sem eru ánægðir með frammistöðu Dagnýjar sem hefur er fyrirliði West Ham. Hún var til að mynda kjörin leikmaður tímabilsins í vali stuðningsmanna og þá var hún tilnefnd sem leikmaður ársins á London Football verðlaunahátíðinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá svona viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þetta er samt sem áður liðsíþrótt og maður er í þessu til að vinna titla. Á heildina litið hefði ég frekar viljað að okkur hjá West Ham hefði gengið betur, sem lið. Óvíst hver tekur við keflinu Það eru miklar breytingar fram undan hjá liði West Ham. Ljóst er að nýr þjálfari mun stýra liðinu á næsta tímabili þar sem að Paul Konchesky, þjálfarinn sem gerði Dagný að fyrirliða, var látinn fara eftir síðasta tímabil. „Auðvitað er leiðinlegt að sjá á eftir Konchesky en það er líka margt sem gerist á bak við tjöldin. Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara. Ég mun sakna samstarfsins við hann því við náðum að vinna vel saman og þegar að svona breytingar eiga sér stað þá veit maður ekkert hvernig nýr þjálfari mun koma inn í hlutina.“ Paul Konchesky og Dagný Brynjarsdóttir náðu vel saman hjá West Ham United. Mynd: West Ham United „Það er ekki búið að ráða inn nýjan þjálfara, það er í ferli núna en maður vill trúa því að næsta tímabil verði betra með nýjum þjálfara en svo gæti það snúist upp í andhverfu sína. Það þarf bara að koma í ljós hvernig næsta tímabil verður.“ Marktækur munur fyrir og eftir EM Dagný mælir með því að íslenskir leikmenn reyni að komast í ensku deildina. „Alveg hundrað prósent. Eins og ég sagði áður þá er eitt það skemmtilegasta við þessa deild hvað hún er sterk og jöfn. Maður er að spila erfiða leiki í hverri einustu viku og stundum marga svoleiðis leiki í hverri viku. Þetta er ein af þeim fáu deildum í Evrópu sem það er í boði. Þá er England mekka fótboltans og algjörlega geggjað að vera þarna og hafa allar ensku fótboltabullurnar í stúkunni. Það er ótrúlega skemmtileg upplifun, bara draumi líkast.“ Enska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrra og segist Dagný hafa tekið eftir marktækum mun ef borið er saman umhverfi og stemningin í kringum kvennaknattspyrnuna á England fyrir og eftir EM. Enskir EvrópumeistararVísir/Getty „Ég á nú að baki feril í Bandaríkjunum með Portland Thorns, þar sem voru að meðaltali um tuttugu þúsund áhorfendur á hverjum leik og þegar að ég tek skrefið til Englands brá mér smá því ég hélt að það yrðu fleiri áhorfendur á leikjum og að umgjörðin væri betri. Árangur enska landsliðsins á EM sneri þessu öllu við. Ég held að áhorfendum hafi fjölgað á öllum leikjum liðanna í ensku deildinni og oft á tíðum, þegar að kvennaliðin spiluðu á leikvöngunum sem að karlaliðin spiluðu á, náðu þau að fylla þá leikvanga. Ég er ekkert svo viss um að það hefði skeð fyrir tveimur árum síðan en svo veit maður ekki.“ Eitt ár í einu Dagný á eitt ár eftir á samningi sínum við West Ham. „Eftir að ég varð eldri og varð mamma reyndi ég að skipuleggja hlutina minna og taka eitt ár fyrir í einu. Ég held að ég þurfi að sjá hvernig næsta tímabil þróast, hvort ég verði áfram eða færi mig eitthvað annað. Það er erfitt að segja til um það núna, ég fer bara inn í næsta tímabil og reyni að gera mitt besta og vonandi náum við inn aðeins fleiri stigum og komumst ofar í töflunni.“ Landslið kvenna í fótbolta England EM 2022 í Englandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira
„Það gekk ótrúlega vel hjá okkur fram að jólum en ekki eins vel eftir áramót. Það er margt sem spilar inn í þar, við misstum til að mynda afar góðan aðstoðarþjálfara til karlaliðs Wolves, mér fannst eins og að eftir það höfum við farið að spila verr og hlutirnir gengu ekki eins vel hjá okkur. Auðvitað hefði maður viljað að við hefðum haldið dampi og klárað tímabilið eins og við byrjuðum það en það gekk ekki eftir.“ Átti sitt besta tímabil með West Ham Sjálf átti Dagný afbragðs tímabil og skoraði hún ellefu mörk í 27 leikjum í öllum keppnum fyrir Hamranna sem enduðu í 8. sæti í efstu deild Englands. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma.“ Dagný fagnar í leik með West Ham á síðasta tímabiliVísir/Getty Þá sé álagið á leikmenn í ensku deildinni einnig mjög mikið. „Þetta er mjög erfið deild en á sama tíma ótrúlega gaman að spila í henni. Hún er skipuð mjög sterkum liðum og enginn leikur er auðveldur. Maður þarf að spila mjög vel til þess að fá eitthvað út úr leik á móti liði eins og toppliði á borð við Chelsea en það sama gildir einnig í leikjum við lið sem eru neðar í deildinni. Ef maður spilar ekki vel og af krafti, þá er maður að fara að tapa leiknum. Það er það sem gerir þetta svona extra skemmtilegt, að mínu mati.“ Lítil breidd á leikmannahópi West Ham á síðasta tímabili hafi hins vegar komið í bakið á liðinu. „Oft á tíðum vorum við að spila þrjá leiki á viku og það kom upp tímapunktur á tímabilinu þar sem að ég átti að hvíla í tvo leiki en endaði á því, sökum skakkafalla í leikmannahópi okkar, á því að þurfa að koma inn á. Þetta er hluti af því að spila með liði sem er ekki með breiðan og stóran hóp. Það eru tvær bikarkeppnir á hverju tímabili sem og 22 leikir í deildinni og þá landsleikirnir fyrir mig í þokkabót. Auðvitað er þetta mikið álag en mér gekk mjög vel og í heildina er ég ánægð með mína frammistöðu.“ Vill titla fremur en persónulegar viðurkenningar Og það eru fleiri sem eru ánægðir með frammistöðu Dagnýjar sem hefur er fyrirliði West Ham. Hún var til að mynda kjörin leikmaður tímabilsins í vali stuðningsmanna og þá var hún tilnefnd sem leikmaður ársins á London Football verðlaunahátíðinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá svona viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þetta er samt sem áður liðsíþrótt og maður er í þessu til að vinna titla. Á heildina litið hefði ég frekar viljað að okkur hjá West Ham hefði gengið betur, sem lið. Óvíst hver tekur við keflinu Það eru miklar breytingar fram undan hjá liði West Ham. Ljóst er að nýr þjálfari mun stýra liðinu á næsta tímabili þar sem að Paul Konchesky, þjálfarinn sem gerði Dagný að fyrirliða, var látinn fara eftir síðasta tímabil. „Auðvitað er leiðinlegt að sjá á eftir Konchesky en það er líka margt sem gerist á bak við tjöldin. Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara. Ég mun sakna samstarfsins við hann því við náðum að vinna vel saman og þegar að svona breytingar eiga sér stað þá veit maður ekkert hvernig nýr þjálfari mun koma inn í hlutina.“ Paul Konchesky og Dagný Brynjarsdóttir náðu vel saman hjá West Ham United. Mynd: West Ham United „Það er ekki búið að ráða inn nýjan þjálfara, það er í ferli núna en maður vill trúa því að næsta tímabil verði betra með nýjum þjálfara en svo gæti það snúist upp í andhverfu sína. Það þarf bara að koma í ljós hvernig næsta tímabil verður.“ Marktækur munur fyrir og eftir EM Dagný mælir með því að íslenskir leikmenn reyni að komast í ensku deildina. „Alveg hundrað prósent. Eins og ég sagði áður þá er eitt það skemmtilegasta við þessa deild hvað hún er sterk og jöfn. Maður er að spila erfiða leiki í hverri einustu viku og stundum marga svoleiðis leiki í hverri viku. Þetta er ein af þeim fáu deildum í Evrópu sem það er í boði. Þá er England mekka fótboltans og algjörlega geggjað að vera þarna og hafa allar ensku fótboltabullurnar í stúkunni. Það er ótrúlega skemmtileg upplifun, bara draumi líkast.“ Enska kvennalandsliðið varð Evrópumeistari á heimavelli í fyrra og segist Dagný hafa tekið eftir marktækum mun ef borið er saman umhverfi og stemningin í kringum kvennaknattspyrnuna á England fyrir og eftir EM. Enskir EvrópumeistararVísir/Getty „Ég á nú að baki feril í Bandaríkjunum með Portland Thorns, þar sem voru að meðaltali um tuttugu þúsund áhorfendur á hverjum leik og þegar að ég tek skrefið til Englands brá mér smá því ég hélt að það yrðu fleiri áhorfendur á leikjum og að umgjörðin væri betri. Árangur enska landsliðsins á EM sneri þessu öllu við. Ég held að áhorfendum hafi fjölgað á öllum leikjum liðanna í ensku deildinni og oft á tíðum, þegar að kvennaliðin spiluðu á leikvöngunum sem að karlaliðin spiluðu á, náðu þau að fylla þá leikvanga. Ég er ekkert svo viss um að það hefði skeð fyrir tveimur árum síðan en svo veit maður ekki.“ Eitt ár í einu Dagný á eitt ár eftir á samningi sínum við West Ham. „Eftir að ég varð eldri og varð mamma reyndi ég að skipuleggja hlutina minna og taka eitt ár fyrir í einu. Ég held að ég þurfi að sjá hvernig næsta tímabil þróast, hvort ég verði áfram eða færi mig eitthvað annað. Það er erfitt að segja til um það núna, ég fer bara inn í næsta tímabil og reyni að gera mitt besta og vonandi náum við inn aðeins fleiri stigum og komumst ofar í töflunni.“
Landslið kvenna í fótbolta England EM 2022 í Englandi Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Sjá meira