Hlakkaði í Margréti að heyra: „Hún fékk starfið út af því að hún er kona“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 11:31 Margrét Magnúsdóttir hefur svarað efasemdaröddum með því að stýra íslenska U19-landsliðinu inn í lokakeppni EM. KSÍ Þjálfarinn Margrét Magnúsdóttir segir það hafa gefið sér kraft að heyra af efasemdum fólks um að hún ætti skilið að taka við U19-landsliði kvenna í fótbolta. Eftir eitt og hálft ár í starfi er hún á leið með liðið í sjálfa lokakeppni EM í næsta mánuði. Margrét var ráðin í ársbyrjun 2022 og segist hafa heyrt fólk telja að hún hefði aðeins fengið starfið vegna þess að hún væri kona. Hún segir að lítil reynsla hennar af meistaraflokksþjálfun geti hafa ýtt undir þessar raddir en Margrét hefur samt þjálfað frá árinu 2006, eða í sautján ár, og verið sigursæll yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari yngri flokka og svo aðstoðarþjálfari í meistaraflokki. Tíminn með U19-landsliðið hófst þó erfiðlega og Ísland tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum undir stjórn Margrétar, þremur í milliriðli fyrir EM, gegn Englandi, Wales og Belgíu, og vináttulandsleik gegn Noregi. Síðan þá hefur Ísland hins vegar spilað tíu leiki í röð án taps, unnið níu þeirra, og tryggt sig inn í lokakeppni EM þar sem aðeins átta bestu þjóðir álfunnar fá að spila, í Belgíu 18.-30. júlí. U19-stelpurnar sem Margrét Magnúsdóttir stýrði til sigurs í milliriðli EM í apríl, þar sem liðið vann Danmörku og Svíþjóð, og gerði svo jafntefli við Úkraínu.KSÍ „Þetta er búinn að vera ótrúlegur tími,“ segir Margrét í ítarlegu viðtali við Mist Rúnarsdóttur í hlaðvarpsþætti Heimavallarsins. „Ótrúlega góður skóli“ „Eftir það sem gekk á, þegar ég var nýkomin í starfið og við fórum til Englands, og fengum skell í hverjum einasta leik, tími þar sem maður þurfti mikið að leita inn á við til að tækla það mótlæti, og að þetta sé svo niðurstaðan, að við séum komin inn í lokakeppni, það er ótrúlega góð tilfinning,“ segir Margrét. Eins og fyrr segir varð hún vör við efasemdir um að hún ætti að fá starfið á sínum tíma. „Það hlakkaði alltaf mjög mikið í mér þegar ég heyrði út undan mér: „Hún fékk starfið út af því að hún er kona.“ Að það væri kominn tími til að ráða konu. Það hlakkaði mikið í mér og það var skellur að fara í fyrsta verkefni og upplifa þetta svona ískalt. Eftir á að hyggja var þetta ótrúlega góður skóli að fara í gegnum. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar maður upplifir svona mótmæli að það komi efasemdir að vissu marki. Þá þarftu kannski að finna aðra leið – þetta gekk vel en þetta gekk ekki vel – og þú ferð djúpt í þína hugmyndafræði. Svo kemstu á einhvern stað þar sem þú veist að þetta er þín leið, þín nálgun, og að þetta sé það sem þú vilt standa fyrir.“ Kemst í besta gírinn þegar einhver efast Margrét sýnir því vissan skilning að einhverjir hafi efast um að hún ætti skilið að taka við U19-landsliðinu: „Þetta er kannski svona þegar þú ert ekki búin að sanna þig á neinu sviði sem meistaraflokksþjálfari. Ég hef ekki gert það þannig séð. Ég var í Val þegar liðið var upp á sitt besta, ekki í lykilhlutverki heldur á bekknum, og fer svo að hluta til inn með Pétri [Péturssyni] í fyrsta árið hans. Ég treð mér eiginlega í það sjálf, því mig langaði að segja Pétri hvernig hlutirnir voru þegar allt var í blóma hjá Val. Ég var með honum fyrsta árið, varð svo ólétt og fór svo í Fylki með Kjartani [Stefánssyni]. Ég var ekki aðalþjálfari en fékk frelsi til að gera hlutina eins og ég trúði á þá. Það er eina meistaraflokksreynsla mín,“ segir Margrét. Sjálfsagt efast fáir um það í dag, ef nokkrir, að Margrét hafi verið rétti kosturinn í starfið en það hefði þó ekki neikvæð áhrif á hana: „Þetta gefur mér kraft. Sérstaklega þegar það eru einhverjar efasemdir. Þá kemst ég í besta gírinn. Ég hef gaman af þessu,“ segir Margrét en allt viðtalið við hana á Heimavellinum má heyra á hlaðvarpsveitum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Margrét var ráðin í ársbyrjun 2022 og segist hafa heyrt fólk telja að hún hefði aðeins fengið starfið vegna þess að hún væri kona. Hún segir að lítil reynsla hennar af meistaraflokksþjálfun geti hafa ýtt undir þessar raddir en Margrét hefur samt þjálfað frá árinu 2006, eða í sautján ár, og verið sigursæll yngri flokka þjálfari, yfirþjálfari yngri flokka og svo aðstoðarþjálfari í meistaraflokki. Tíminn með U19-landsliðið hófst þó erfiðlega og Ísland tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum undir stjórn Margrétar, þremur í milliriðli fyrir EM, gegn Englandi, Wales og Belgíu, og vináttulandsleik gegn Noregi. Síðan þá hefur Ísland hins vegar spilað tíu leiki í röð án taps, unnið níu þeirra, og tryggt sig inn í lokakeppni EM þar sem aðeins átta bestu þjóðir álfunnar fá að spila, í Belgíu 18.-30. júlí. U19-stelpurnar sem Margrét Magnúsdóttir stýrði til sigurs í milliriðli EM í apríl, þar sem liðið vann Danmörku og Svíþjóð, og gerði svo jafntefli við Úkraínu.KSÍ „Þetta er búinn að vera ótrúlegur tími,“ segir Margrét í ítarlegu viðtali við Mist Rúnarsdóttur í hlaðvarpsþætti Heimavallarsins. „Ótrúlega góður skóli“ „Eftir það sem gekk á, þegar ég var nýkomin í starfið og við fórum til Englands, og fengum skell í hverjum einasta leik, tími þar sem maður þurfti mikið að leita inn á við til að tækla það mótlæti, og að þetta sé svo niðurstaðan, að við séum komin inn í lokakeppni, það er ótrúlega góð tilfinning,“ segir Margrét. Eins og fyrr segir varð hún vör við efasemdir um að hún ætti að fá starfið á sínum tíma. „Það hlakkaði alltaf mjög mikið í mér þegar ég heyrði út undan mér: „Hún fékk starfið út af því að hún er kona.“ Að það væri kominn tími til að ráða konu. Það hlakkaði mikið í mér og það var skellur að fara í fyrsta verkefni og upplifa þetta svona ískalt. Eftir á að hyggja var þetta ótrúlega góður skóli að fara í gegnum. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar maður upplifir svona mótmæli að það komi efasemdir að vissu marki. Þá þarftu kannski að finna aðra leið – þetta gekk vel en þetta gekk ekki vel – og þú ferð djúpt í þína hugmyndafræði. Svo kemstu á einhvern stað þar sem þú veist að þetta er þín leið, þín nálgun, og að þetta sé það sem þú vilt standa fyrir.“ Kemst í besta gírinn þegar einhver efast Margrét sýnir því vissan skilning að einhverjir hafi efast um að hún ætti skilið að taka við U19-landsliðinu: „Þetta er kannski svona þegar þú ert ekki búin að sanna þig á neinu sviði sem meistaraflokksþjálfari. Ég hef ekki gert það þannig séð. Ég var í Val þegar liðið var upp á sitt besta, ekki í lykilhlutverki heldur á bekknum, og fer svo að hluta til inn með Pétri [Péturssyni] í fyrsta árið hans. Ég treð mér eiginlega í það sjálf, því mig langaði að segja Pétri hvernig hlutirnir voru þegar allt var í blóma hjá Val. Ég var með honum fyrsta árið, varð svo ólétt og fór svo í Fylki með Kjartani [Stefánssyni]. Ég var ekki aðalþjálfari en fékk frelsi til að gera hlutina eins og ég trúði á þá. Það er eina meistaraflokksreynsla mín,“ segir Margrét. Sjálfsagt efast fáir um það í dag, ef nokkrir, að Margrét hafi verið rétti kosturinn í starfið en það hefði þó ekki neikvæð áhrif á hana: „Þetta gefur mér kraft. Sérstaklega þegar það eru einhverjar efasemdir. Þá kemst ég í besta gírinn. Ég hef gaman af þessu,“ segir Margrét en allt viðtalið við hana á Heimavellinum má heyra á hlaðvarpsveitum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti