Foringjarnir

Sagði að Sigurður hefði ekki pung til að taka við KR
Í síðasti þætti Foringjanna rifjaði Henry Birgi Gunnarsson upp með Böðvari Guðjónssyni, formanni körfuknattleiksdeildar KR, þegar hann vildi fá Sigurð Ingimundarson til að taka við Vesturbæjarliðinu.

Reyndu að fá Dennis Rodman til að spila fyrir KR
Böðvar Guðjónsson hefur verið allt í öllu hjá KR undanfarna áratugi og hann var að sjálfsögðu einn af þeim sem voru teknir fyrir í þáttunum Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum var rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum.

Spádómur Jónasar um Guðjón rættist
Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur.

Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni
Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið.

Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“
Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands.

„Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur“
Fagnaðarlæti í íþróttum eiga það til að fara úr böndunum, bæði innan vallar sem utan. Það er þó sjaldan sem bíllyklar koma við sögu en það gerðist þó er Kristinn Kjærnested fagnaði ásamt góðvini sínum Jónasi Kristinssyni hér um árið.

Formaðurinn flaug með Haukaliðið og stuðningsmenn út í Evrópuleiki
Það er ekki slæmt þegar formaður Handknattleiksdeildar félagsins er líka flugstjóri hjá Icelandair og það nýttu Haukarnir sér þegar þeir mættu með stóran hóp með liðinu í Evrópuleiki liðsins fyrir tæplega tveimur áratugum.

Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni
Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum.

Segir að það hafi verið mistök að reka Willum
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009.

„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“
Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi.

„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig.

„Ætli móðirin hafi ekki séð um uppeldið“
Sigurður Óli Þórleifsson, aðstoðardómari í leiknum fræga á milli FH og Stjörnunnar árið 2014, sendir fyrrverandi formanni knattspyrnudeildar FH tóninn í færslu á Facebook eftir harkaleg ummæli formannsins í hans garð.

Kennir „blindum beitusala“ um og segir Stjörnuna enn eiga eftir að vinna titilinn
„Ég sé rautt þegar það er talað um þetta,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, bæði í gríni og alvöru, um leikinn fræga á milli Stjörnunnar og FH þegar Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla árið 2014, á kostnað FH.

Foringjarnir hefja göngu sína á sunnudaginn
Ný þáttaröð hefst á Stöð 2 Sport á sunnudag en hún ber nafnið Foringjarnir.