„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2021 10:30 Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson létu gamminn geysa eftir leik FH og Vals í Kaplakrika 2013. vísir/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valur Foringjarnir Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Mikið gekk á eftir 3-3 jafntefli FH og Vals í Kaplakrika sumarið 2013. Forráðamenn FH, þeir Jón Rúnar Halldórsson og Lúðvík Arnarson, fullyrtu meðal annars við blaðamenn að Börkur tæki hlut af sölu leikmanna Vals. „Hann er eini formaðurinn sem tekur hlut (e. cut) af öllum sölum, það er hann. Vitið þið þetta ekki? Eruð þið ekki fréttamenn? Hvað eruð þið að gera?“ sagði Jón Rúnar. Lúðvík tók svo við boltanum. „Þessi maður tekur peninga þegar leikmaður fer frá Val. Hann gerir það, komist að því og þefið það uppi. Talið við mennina sem vita það. Það segir enginn frá þessu,“ sagði Lúðvík. Jón Rúnar og Lúðvík sendu frá sér afsökunarbeiðni sem Börkur tók gilda. FH fékk fjörutíu þúsund króna sekt fyrir ummæli þeirra. Börkur ræddi þessa uppákomu í Foringjunum á Stöð 2 Sport í gær. „Skipstjórinn í Hafnarfirði kemur siglandi eins og freygáta inn garðinn, þá var ég kominn hálfur inn í klefa, og lætur mig heyra það óþvegið. Hann er skapkall líka og ég er úr Fellunum. Þú verður að átta þig á því. Ég fór á móti og þetta voru eins og tveir hanar, í andlitinu á hvor öðrum. Það er ekkert gott að rifja upp hvað var sagt.“ Klippa: Foringjarnar - Börkur um deilurnar við FH-inga Börkur og Jón Rúnar héldu áfram að kítast úti á bílastæði áður en sá fyrrnefndi hélt heim á leið. Þar frétti hann af ummælum Jóns Rúnars og Lúðvíks. „Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur. „Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Valur Foringjarnir Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira