Spádómur Jónasar um Guðjón rættist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 10:00 Jónas Þórhallsson segir að það hafi verið stærstu mistök sín að ráða Guðjón Þórðarson. Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur. Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil. Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil.
Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00