Spádómur Jónasar um Guðjón rættist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2021 10:00 Jónas Þórhallsson segir að það hafi verið stærstu mistök sín að ráða Guðjón Þórðarson. Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur. Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil. Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Guðjóni var sagt upp sem þjálfara Grindavíkur haustið 2012 eftir aðeins eitt tímabil í starfi. Hann kærði knattspyrnudeild Grindavík vegna vangoldinna launa og vann málið, bæði í Héraðsdómi og Hæstarétti. Grindvíkingar þurftu að borga Guðjóni 8,4 milljónir króna en uppsögn hans var talin ólögleg. „Við urðum að kyngja því og ég bar ábyrgð á því. Það er engin spurning,“ sagði Jónas í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í fimmta þætti Foringjanna þar sem farið var yfir feril hans. Árangur Grindavíkur undir stjórn Guðjóns var ekki upp á marga fiska og liðið féll niður í 1. deild. „Ég gerði mér meiri vonir með að hann gæti fengið sterka leikmenn til okkar. Þegar þú gerir kröfu á að ná árangri inni á vellinum þarftu að fá ása eins og þegar við fengum Janko [Milan Stefan Jankovic], Scottie [Ramsey] og Sinisa Kekic. Þegar þú ert með tvo til þrjá ása færðu aðra til að spila vel. En það voru ekki neinir leikmenn sem hann kom með, ekki nein gæði,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Deilur Guðjóns og Grindavíkur Hann var ekki hrifinn af vinnubrögðum Guðjóns þegar hann ákvað að fara í hart við Grindavík. Og segja má að spá Jónasar um að Guðjóni ætti erfitt með að fá vinnu í íslenska boltanum hafi ræst. „Ég sagði við Gaua, þegar við gátum rætt saman, að ef hann ætlaði að fara alla skyldi hann passa sig á því að hann fengi hvergi vinnu á vettvangi og hvað þá á almennum markaði. Því orðrómurinn verður þannig að fólk vill ekki fá þig. Ég bað hann um að hugsa þetta vel. Og það varð reyndin, það gekk illa hjá honum að fá starf, allavega í kringum fótboltann,“ sagði Jónas. Eftir nokkurt hlé frá þjálfun stýrði Guðjón NSÍ Runavík í Færeyjum 2019. Hann stýrði Víking Ó. seinni hluta sumars 2020 og tók svo aftur við Ólsurum um mitt síðasta tímabil.
Foringjarnir UMF Grindavík Tengdar fréttir Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Sjá meira
Lee Sharpe var of stór fyrir Grindavík og datt í það á Sjómannahelginni Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, viðurkennir að Lee Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. 14. desember 2021 10:00