Foringjarnir: Töluðu fyrst við Baumruk eftir landsleik Tékka í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2021 12:00 Petr Baumruk í sjónvarpsviðtali eftir að hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn vorið 2000. Skjámynd/S2 Sport Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, var nýjasti gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Petr Baumruk átti mikinn þátt í uppkomu Hauka á tíunda áratug síðustu aldar en hann kom til Íslands árið 1990 og með hann í leiðtogahlutverki unnu Haukarnir sína fyrstu titla í langan tíma. Henry Birgir spurðu Þorgeir út í Baumruk. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, í viðtalinu við Henry Birgi.Skjámynd/S2 Sport „Þú ert orðinn formaður 1989 og þið eruð að byrja að byggja upp liðið. Hvaða áhrif hafði það á félagið að fá til svona stórt nafn í handboltanum eins og Petr Baumruk var á þessum tíma Þetta voru skilaboð,“ spurði Henry Birgir. „Aðdragandinn að þessu er svolítið sniðugur,“ sagði Þorgeir Haraldsson og nefnir til leiks Gunnar Einarsson, fyrrverandi markvörður en hann var einn af þessum hóp sem stóðu að baki uppkomu Haukanna. Viggó Sigurðsson var þarna þjálfari Haukaliðsins. „Það var landsleikur inn í Höll við Tékka. Við ákváðum að fara og sjá hvort við sæjum ekki einhvern leikmann. Viggó var búinn að „spotta“ Petr eftir korter,“ sagði Þorgeir. „Það var ekkert beðið heldur farið niður eftir leik og talað við karlinn. Hann kunni minna en ekkert í ensku og við reyndum að tala saman á handboltaþýsku. Þarna komumst við í samband við hann og eftir það voru símhringingar og svo farið út og gengið frá,“ sagði Þorgeir. „Karlinn kom hingað og er núna húsvörður hér niðri,“ sagði Þorgeir hlæjandi. Baumruk kom til Haukanna sumarið 1990 og lék með þeim í rúma áratug. Það var stór stund þegar liðið varð bikarmeistari 1997 og enn stærri þegar fyrsti Íslandsmeistaratitilinn vannst vorið 2000. Petr Baumruk náði að verða tvisvar Íslandsmeistari með Haukum (2000 og 2001) og sonur hans Adam Haukur Baumruk, er að spila með Haukaliðinu í dag. „Hann kemur með þennan atvinnumanna kúltúr hérna inn. Hann var algjör æfingafíkill og hann var íþróttamaður Tékkóslóvakíu á þessum tíma. Hann hjálpaði að ýta okkar fólki í áttina að meiri fagmennsku,“ sagði Þorgeir. Það má finna þetta myndbrot um komu Petr Baumruk hér fyrir neðan. Klippa: Foringjarnir: Koma Petr Baumruk til Hauka
Íslenski handboltinn Haukar Olís-deild karla Foringjarnir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira